Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1903, Qupperneq 11

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1903, Qupperneq 11
er bjó að Lundi í Fnjóskadal, hafi blótað lundinn, sem bær hans var við kendur.1 I fornritum íslenskum koma og firir ims dæmi þess, að forn- menn hafi haft átrúnað á fjöllum eða hólum, t. d. Þórólfr Mostrarskegg á Helgafelli2 eða Selþórir og frændur hans á Þórisbjörgum3, Sjerstaklega eru þó í þessu efni athugaverð munnmælin um Krosshóla, sem Landnáma segir frá. Auðr landnámskona hafði bænahald sitt á hólum þessum og ljet reisa þar krossa. Síðar, þegar niðjar hennar tóku heiðni, höfðu þeir átrúnað mikinn á hólana og ljetu gera þar hörg4 5, þegar blót tóku til, og i þann hörg var Þórðr gellir leiddur, áður hann tók mannvirðing.6 Hjer er þá beinlínis dæmi þess, að hörgr stóð á hói eða litlum hnúk6. Með því að vjer vitum, að blótsamkomur Germana vóru vanalega haldnar í lundum eða á hæðum eða hnúkum, þá verður skiljanlegt, hvern- ig á því stendur, að hörgr, sem táknar blót-samkunduna eða blótstaðinn, hefur fengið þíðinguna ,lundur‘ í fornháþísku og engilsaxnesku og að nokkru leyti í fornsænsku, enn aftur á móti í íslensku, norsku og sænsku þíðinguna ,grjóthæð, fjalshnúkur1. Og þar sem nú hörgr táknaði blótstaðinn, þá var eðlilegt, að orðið væri og haft til að tákna þann helgidóm, gerðan af manna höndum, sem sjerstaklega var skilirði firir því, að blót gætu fram farið; það getur þá táknað blótstallann, hið heiðna altari, eða girðingu þá eða hús, þar sem blótin vóru frarnin. Þannig virðast allar þíðingar orðsins eiga rót sína að rekja til frum- þíðingarinnar ,samkunda, hópur, fjöldi1, sem enn er til í nínorsku og ní- sænsku og kemur heim við þíðingu orðsins herr, sem virðist vera af sömu rót runnið. Fofnnorsk og forníslensk rit geía að eins óljósar bendingar um, hvernig þeim helgidómum var háttað, sem fornmenn nefndu hörga. Surnir hafa haldið, að það hafi verið sjerstakt einkenni hörga, að þar hafi verið blótaðar giðjur eða kvennleg goðmögn og að kvennprestar (hof- gyðjur) hafi staðið firir blótunum, og þvi verður ekki neitað, að til eru 1) Landn. III, 17. k. (Kh. 1843) 224. bls. 2) Eyrb. 4. k.: Á því fjalli hafbi pórólfr svá mikinn átrúnað, at þangat skyldi engi maðr óþveginn líta; sbr. 11. k.: ok var þar enn mesti hof- staðr í þat mund. 3) Landn. II, 5. k. 78. bls, 4) Fms. og Flat. hafa hjer hof í staðinn firir h'órg, enn textinn er ef- laust rjettari í Landnámu. 5) Landn. II, 16. k. 111. bls. sbr. Fms. I. 247.-249. bls. Flat. I 265.-266. bls. 6) Sbr. um blótstaði Germana Mogk, Germanische Mythologie (í Pauls Grundriss der germ. philol. I, 2. útg.) § 88. 2*

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.