Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1903, Side 17

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1903, Side 17
Nokkrar dysjar írá heiðni. Eftir Daniel Bruun. Skamraa stund héldust heiðnir greftrunarsiðir á íslandi, alls nær 125 ár, þvi að eftir það er kristni hafði verið tekin í lög á alþingi árið 1000 og trúin á Hvitakrist var komin í stað Asatrúar, var hætt að greftra menn í sínum bezta búnaði og með vopnum sínum, hesti og hundi. Fyrir því má eigi vænta þess, að þar finnist mörg leiði frá heiðni, enda á forn- gripasafuið í Reykjavík mjög fáar þess kyns rnenjar úr fornum leiðum (haugum eða dysjum); hefir og örsjaldan lánast, að þeir rnenn fyndi leið- in eða ætti kost á að grafa þau upp, er hafa haft næga kunnáttu til að athuga það, er rannsaka þurfti. Sumarið 1901 auðnaðist mér að leiða í ljós tvo slíka fundi. 1. Reykjaselsfundurinn. (Rrúarjundurinn). I fyrndinni náði bj'gðin í Jökuldal miklu lengra inn í landið en nú, einkum vestan megin árinnar. Er mælt, að sumir bæirnir hafi lagst í eyði í Svartadauða, en aðrir fóru af eftir gosið úr Oskju í Dyngjufjöllum 1875. Insta bygða bólið í dalnum er nú á tímum á bænum að Brú, nema ef telja skal Laugarvelli í .Laugarvalladal, er bygðust aftur árið 1900. Jökulsá á Brú, sem urn dalinn fellur, kemur norðan undan Vatnajökli og er mjög vatnsmikil og straumþunginn svo mikill, að hún er óreið, ef nokkur vöxtur er i henni. Undan bænum að Brú var að sögn steinbogi á ánni alt fram urn 1700, en hún braut hann af sér í jökulhlaupi. Nú er þar kláfur á ánni svo lítill, að eigi má yfir komast nema einn mað- ur í senn. Austan megin árinnar, fjórðungi eða helmingi úr mílu innar i daln- 3

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.