Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1903, Síða 24

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1903, Síða 24
24 úr sömu (hægri) hlið. Þessir tveir lærleggir eru hér um bil hnífjafnir á lengd, sem sé 41 ctm. Báðir eru þeir miklu gildari en lærleggurinn af Jökuldalnum (ummál um miðju 86 mm.) og vöðvaförin á þcim miklu stórgerðari. Ef lærleggur er 41 ctm., þá er líkamshæð, samkvæmt Manouvriers skrá, 157 ctm., ef um karlmenn er að ræða, og er sú hæð langt fyrir neðan meðalhæð, ef meðalhæðin er gerð 170 ctm. (Dr. förgensen hefir komist að því, að meðalhæð dolichocephal karl- manna í Færeyjum er nú á dögum 169.2 ctm.) G. Björnsson«. IV. Hólmsfundurinn. Laxárdalur í Auslur-Skaftafellssýslu skerst upp af Nesjum í Horna- firði. Um dalinn rennur Laxá, sem fellur í Hornafjarðarfljót. Yfir um þvert dalsmynnið gengur malarkambur, er Laxá hefir brotið scr farveg i gegnum. Sveitin fyrir neðan dalsmynnið nefnist Vigstaðaland. Beint undan malarkambinum framanverðum, 300 álnum fyrir sunnan Laxá, gengur fram lágur hryggur og kalla sveitarmenn stað þenna Hólm. Fyrir nokkrum árum (1899 eða !90°) gr°f rnaður nokkur, sem síð- an fluttist til Ameríku, í hrygginn, líklega af því, að hann hefir rekist þar á uppblásið leiði. Hann fann þar nokkur mannsbein, er lágu í sömu stefnu sem hryggurinn, vissi höfuðið í suður, en fætur í norður. Enn fremur fann hann hrosstennur, er lágu á víð og dreif, 2 brýni, 3 stórar glertölur marglitar (svartar, rauðar og biáar) eða einlitar, ryðgaðan járn- kökk, 6 þuml. langan, er eigi var af öxi, miklu fremur af hnífi; hann hafði legið vestur frá líkinu (0: vinstra megin við það). Þá er grafið var í leiðið 16. júní 1902, sást ljóslega, að þar hafði verið grafinn maður. Hryggurinn, sem áður var nefndur, liggur frá norðri til suðurs undan malarkambinum og var nálega 40 skrefa langur, 25— 30 skref á breidd og gnæfði nálega 34 fet upp yfir gróðurlausa melana umhverfis. I suðurenda hryggjarins, sem áður hafði sýnilega verið gr;if- inn sundur, fanst nú enn fremur heilt brýni og leifar af þunnu kolalagi, er virðist hafa verið lagt umhverfis líkið, þar sem oss var sagt, að leifar þess hefðu verið. Enn fremur fundust hrosstennur á stangli í norður- enda hryggjarins, rétt fyrir norðan þánn stað, er ætla má, að líkið hafi verið grafið. Eftir legu þessara menja eru mest líkindi til, að hér hafi bestur verið dysjaður í heilu liki, en ekki einstakir hlutar af hesti, svo sem rök hafa til fundist á öðrum stöðum.* 1 1) Danial Bruun: Arkæologiske Undersögelser paa Island, foretagne i Sonnneren 1898, í Árbók b. /sl. fornleifafél., 1899, fylgiriti, 23—28. bls.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.