Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1903, Qupperneq 25
25
Með því að^maðurinn hafði flutt með sér til Ameríku þær menjar,
er hann hafði fundið, og þær verða því ekki athugaðar, þá verður eigi úr
því skorið, hvort járnkökkurinn t. d. hafi verið leifar af sverði eða hnífi.
Eigi ætla menn, að þar hafi fundist hringjur eða þess háttar munir, er
beint sýndu, að kona hefði þar verið jörðuð. Fyrír þá sök verður það
að liggja milli hluta, hvort hér hafi verið leiði manns eða konu.
Má vera, að örnefnin Vígstaðaland og Hólmur bendi tii þess, að hér
hafi í fyrndinni staðið bardagi eða hólmganga verið háð.
Hér að framan hefir verið rætt um nokkra fundi frá síðari árurn og
skal nú bætt við teimur eldri fundum:
V. Valþjófsstaðarfiiadurinn.
Milli prestsetursins Valpjójsstaðar í Norður-Múlasýslu og Sturluflatar
er eigi langur vegur. Nálægt 1820 fundust hér merkilegar fornmenjar,
er svipar mjög til þeirra, er áður hafa verið nefndar. Þær eru nú geymd-
ar í Þjóðmenjasafninu í Kmh. og gefnar því árið 1822 af síra Vígfúsi
Ormssyni, svo sem gripaskráin sýnir.
I þessum fundi (tafla V. 2.) eru 2 kúpt nisti úr bronsi, efra hvolfið
gagnskorið og gullroðið, og lítil hringja úr bronsi kringlótt og gullroðin.
Þessir gripir fundust í haugi, svo og nokkrar glertölur, er sýnast eigi hafa
lent síðar í safninu.
Glöggvari vitneskju um fund þenna má fá af fornmenjaskýrslu
prestsins árið 1021.1 Hann segir, að fyrir nær 20 árum (eða um 1800)
hafi hann gengið urn leiti nokkur er voru í uppblæstri, fyrir sunnan tún-
ið á Valþjófsstað, hafi hann séð lærlegg af manni standa fram undan
moldarbakka og hafi hann síðan rannsakað staðinn. Þá fanst þar beina-
grind af manni; virtist líkið hafa verið beygt saman og lagt svo niður i
gröfina. Milli búks og höfuðs var fjöldi smárra og stórra glertalna, hinar
stærstu sem fremsti köggull á vísifingri meðalmanns, heldur styttri, svart-
ar að lit með hvítum og rauðum hringum, hinar minstu á stærð við
krækiber, einlitar og svo sem væru þær silfraðar. Lítill ferhyrndur skart-
gripur úr eiri, til að bera á bringu sér, lá þar sem brjóstið á líkinu hafði
verið og »fer hann með hinum gripunum, en glertölurnar eru glataðar
og verða því eigi sendar«. Tveir skartgripir úr eiri íundust þar, sem
mittið á líkinu hafði verið, og virtust hafa verið festir á belti og kræktir
sarnan, með því að krókur var á öðrum, en undir hinum sáust leifar af
vefnaði. Þessir gripir voru og sendir út.
1) Kaalund-. Islands Fortidslevninger (í »Aarb. f. nord. Oldk. og
tist.« 1882),
4