Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 32

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 32
32 ekki gat eg staðhæft það, þar eð enginn maður var til graftar. Allar hinar virðast að snúa dyrunum að láginni. Þessa þingstaðar er hvergi getið í sðgum vorum. En Sigurður Vig- fiisson hefir ritað urn hann (í Arbók fornleifafélagsins 1880—81, bls. 6 5—68 neðanm. og 1893 bls. 24—27.), og kornist að þeirri niðurstöðu, að héraðsþingið, sent Þorsteinn Ingólfsson setti á Kjalarnesi, rnuni síðar hafa veriö flutt þaðan og sett i Þingnesi við Elliðavatn. Þykir honum, sem eðlilegt er, ótækt að rengja samhljóða vitnisburði merkra sagna, einkum Islendingabókar, um það, að í fyrstu hafi héraðsþingið verið sett á Kjalarnesi. Telur hann víst aö þingstaðurinn hafi verið þar, sem enn heitir Leiðvöllur, og er það lík- legt. Hyggur hann, að það hafi valdið flutningnum, að Leiðvöllur hafi orðið óhæfilegur til þingstaðar. Og víst er um það, að þar hefir sjórinn gengið á landið, svo að nú sjást þar engar fornmenjar. En Kjalnesinga- saga segir, að enn sjái þar til búða, er hún var rituð, sem vist var þó seint. Og þó sú saga sé að miklu leyti afkvæmi þjóðtrúarinnar, þá hefði söguritarinn samt trauðlega sett petta atriði í hana, ef hatin hefði ekkert haft fyrir sér. Liggur því nær að ætla, að þingstaðurinn á Leiðvelli hafi ekki eyðilagst mjög snemma. Þar af leiðir það, að þó fallist sé á ætlan S. V. um flutning þingstaðarins, þá er þörf á að athuga, hvort eigi má finna aðra orsök til flutningsins. Það er nú raunar ekki óhjákvæmilegt, að hugsa sér, að þingstaður- inti hafi verið fluttur, og það þarf ekki að rengja sögurnar fyrir það. Þær tala að eins um setningu Kjalarnessþings sem héraðspings. Það var lúð Jyrsta héraðsping, fyrsta tilraun til að koma á sameiginlegu þinghaldi fyrir fleiri en eitt goðorð. Aður hefir hver goði haldið þing í sinu um- dætni. Þeirra þinga er ekki getið í sögum. En bæði segir þetta sig sjálft, og svo sýna það ýrnsir fornir þingstaðir, sem ekki geta vel haft annan uppruna (t. d. Þingholts-þingstaður í Landsveit o. fl.). Þingstað- urinn i Þingnesi við Elliðavatn gæti vel verið frá þeint tíma. Má nærri geta, að Ingólfur og þeir feðgar hafa svo árum skifti átt þingfundi með þingmönnum sinum, áður en reynslan hafði sýnt, að yfirgripsmeira og öfl- ugra þingh tld var nauðsýnlegt, til að ráða stórmálum til lykta. Af þeirri nauðsýn var Kjalarnessþing auðvitað sett, og gat hitt þá lagzt niður. Tóftirnar mundu sjást enn, þó þær væri svo garnlar. Á hinn bóginn eru þær þó nokkuð margar til þess, að þingið hefði að eins verið fyrir eitt goðorð. Enda felli eg mig vel við tilgátu S. V. um flutninginn, og vil nú reyna að benda á annað tilefni til hans. Eins og von var, kannaðist S. V. við það, að á Kjalarnesi var þing- staður óhentuglega settur, þótt hann hefði verið fyrir alt það hérað, sem landnám Ingólfs náði yfir. Það er óliku erfiðara að sækja þangað af Suðurnesjum og úr Grindavik en úr Kjósinni. Virðist S. V. eigna þetta áhrifum höfðingjanna á Kjalarnesi. En ekki er það þó sem líklegast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.