Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1903, Page 37
v akurreinar, ]íkt og á Garðskaganum. Bærinn Sandgerði hefir í fyrstu ver-
ið bygður sem hjáleiga frá Uppsölum, og er sagt hann hafi upphaflega
heitið Sáðgcrði. En þá er akuryrkja var hætt, gat sandfok valdið þvi, að
nafnið breyttist. Það sem olli þvi, að Uppsalir lögðust í eyði, en Sand-
gerði varð aðalbýlið, hefir án efa verið vegalengdin til sjávar. Frá Upp-
sölum var óliku lengra að sækja til fiskiróðra. En eins mátti nota heið-
ina til beitar frá Sandgerði. Fyrir nokkrum áratugum var kot bygt á
Uppsalatúninu. Það stóð fáein ár og aflagðist svo aftur.
15. Prestshús nefna máldagar, er virðist haía átt reka »fyrir sunnan
akurlönd Sandgerðinga«. Milli Sandgerðis og Býjarskerja er sandvik við
sjóinn, — mun vera sama sem »vik Uppsælinga« í máldögum — og
gengur þaðan talsverður uppblástur. Þar sér í sandinum fyrir ferhyrndri
girðingu nál. 30 fðm. á hvern veg, og sér til rústa i suðvesturhorninu.
Má sjá að tóftir hafa verið 3, hver af enda annarar. Sést og að brunnur
hefir verið sunnanvið girðinguna. Þetta ætlar séra Sigurður að hafi verið
Prestshús, og að prestur sá, er þjónaði kirkju á Býjarskerjum, hafi haft
það býli sér tíl uppeldis. Virðist þetta korna heim við bæjaröðina í
rekaskrá Rosmhvalaness.
16. Býjarsker er sagt að heiti Bæjarsker réttu nafni, og Landn.
hefir það »Bearsker« (V. 13.). Býjarsker má taka til dæmis um landbrot
af sjávar völdutn. Út frá túninu þar gengur eyri norðvestur í sjó, kölluð
Býjárskerseyri. Hún er ákaflega löng en tiltölulega mjó. Sumstaðar eru
lægðir eða sund yfirum hana þvera, sem hvert flóð fellur ytír, en á milli
eru háar spildur, sem ekki fara í kaf nerna í meiriháttar flóðum. Ein
slik spilda er yzti oddi eyrarinnar. Heitir þar Graseyri, því hún var öll
grasi vaxin fram yfir miðja 19. öld. Urn 1870 var að eins lítil torfa
eftir, svo sem 10—12 Q faðmar, en 1877 var hún alveg horfin og eyr-
in ber eftir um fjöru. Svo sagði mér kunnugur maður. Fyrir innan
Graseyri er sund gegnum eyrina, það er Eyrarsund heitir. Þá tekur við
skerjaklasi, sem ekki er nafn gefið. Þá liggur Krókasund gegnurn eyrina.
Fyrir innan það er hátt rit, sem heitir Munkasetur. Er sagt að það hafi
eigi einasta verið þurlendi fyrrum, heldur hafi þar verið bygð og nokkurs-
konar klaustur. Ymsar sagnir hafa gengið urn »munkana«, sem héldu sig
í Munkasetri og hafa þær ruglast sarnan við »Junkara«-sagnirnar í Grinda-
vík og Höfnum. (Sjá Huld 1892). Norðan megin við Munkasetur er
annað rif, eða há gróteyri, sem heitir Sverriseyri. Þar á milli er lág fjara.
Þar heitir við eyrina Sverriseyrarvik. Þar er lendingarstaður góður ef uppi
við landsteina væri. Enda var þar fyrrum útræði mikið og gengu þaðan
konungsskip. Má geta nærri að þá var alt út þangað þurlendi. Sem
dæmi þess, hve langt muni siðan, var mér sagt, að faðir Sighvats bónda
á Býjarskerjum, föður Jóns stúdents, er þar bjó síðan og lifði framundir
1860, hefði talað við kerlingu, sem á yngri árum sínum var soðningar-