Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1916, Qupperneq 2

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1916, Qupperneq 2
2 verið takmarkað af henni og máldaginn gilt fyrir alt Kjalarness- þing eða þá »Kialarnes þingsokn*, sem sami Magnus byskup skrif- aði öllum í, liklega sama ár og um sama klaustur, bréf það sem prentað er í Isl. fornbrs. I., bls. 490—92. í annan stað benti Sigurður Vigfússon á, að við Hvalfjörð liafi verið eðlilegust fjórðungaskipti að landslaginu til, fjörðurinn langur og skerst inn til reginfjalla, og lítil bygð þar innra við fjörðinn (Árb. 1886, bls. 39). Annars snúast rökfærslur Kálunds, og þeirra Sigurðar og Mel- steðs, sem virðast hafa ritað að mestu leyti eptir honum, um það, að fjórðungamótin hafi ekki getað verið við Hvítá, eins og land- námabækurnar og fieiri eldri og yngri skrif gera ráð fyrir, þareð bersýnilegt er, að Þverátþingsókn hefir verið beggja megin árinnar; virðist að minsta kosti einn þriðjungur þess, Mýramannagoðorð, og liklega tveir, sem enn mun sýnt, hafa verið að mestu eða öllu leyti fyrir vestan hana og að minsta kosti einn, Lundarmannagoðorð, fyrir austan, — máske tveir, Reykhyltingagoðorð annar, en þau goðorð kunna að hafa verið hlutar af einu goðorði »fullu ogfornu«; verður rætt um það frekar síðar. — Én að samþingisgoðar og þingu- nautar byggju ekki ávalt allir í sama fjórðungnum þykír þeim Ká- lund (ísl. beskr. I., 335) og Sigurði Vigfússyni (Árb. 1886, 37—39) ósami’ýmanlegt við goðorða- og þingsókna-skipunina og fjórðunga- skiptinguna, eins og þeir álíta, að þær hafi verið, samkvæmt því sem frá þeim er skýrt í Islendingabók (5. k.) og í Grágás (í 1. k. þingskþ. og 1. k. lögrþ.; sbr. og 64. k. þingskþ., Grg. I a. 141). Bogi Melsteð styður skoðun sina einkum við það, að sjálfur þing- staðurinn í þessu þingi, þegar fjórðungaskiptingin virðist hafa verið gerð, 9621), hefði hlotið að verða utanfjórðungs, ef Hvítá hefði við skiptinguna skilið fjórðunga. Við það er nú það að athuga, að hægt var að færa til gamla þingstaðinn, ef ekki var annað, sem mælti á l) Annálar greina, að Blundketilsbrenna hafi orðið 962; Hænsa-Þóris saga segir, að hún hafi orðið á einmánuði og skýrir frá, hve brennumálið náði fram að ganga á alþingi sama ár. Eu Islendingabók segir, að á sama alþingi hafi landinu verið skipt i fjórðunga. Er brennan nefnd þar „brenna Þorkels BlunketilssonarL Hersteinn var sonur þess, er brendur var inni, og var hann svili Þorsteins Egilssonar á Borg. Þvi getur það ekki staðist, að hann hafi verið sonarsonur, og enn síður sonarsonursonur Geirs þess (Ketilssonar blunds), er átti Þórunni föðursystir Þorsteins; faðir Hersteins hefir vitanlega verið samtímamaður hennar og á likum aldri og hún. Geir Ketilsson blunds, maður Þórunnar, virðist því ekki hafa getað verið faðir eða afi þess, er inni var brendur, heldur samtímamaður á likum aldri. Hér yrði oflangt mál að ræða þetta nánar, en visa má til ritgerðar Konr. Maurers, Ueber die Hænsa Þóris saga, Munchen 1871.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.