Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1916, Síða 4

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1916, Síða 4
4 sameginlega vorþing allra Borgfirðinga, þó að fjórðungamótin yrðu sett við Hvítá, og eitt eða tvö goðorðin yrðu því í vestfirðingafjórð- ungi landfræðislega skoðað, en hið þriðja í sunnlendingafjórðungi, ef einungis þingstaðurinn væri og þinghaldið færi fram fyrir vestan ána, svo að 3 yrðu þingin, vorþingin og þingstaðirnir, í vestflrðinga- fjórðungi og 3 goðorð »full og forn« ættu vorþing saman á hverjum þingstað. Á því er alls enginn vafi, að hinir eginlegu Borgflrðingar voru flestir eða allir í Þverárþingi (eptir að þetta þing var nefnt svo), áttu vorþing saman á Þverárþingi (eptir að þingstaður var fluttur þangað), sem einnig vafalaust taldist til vestfirðingafjórðungs. Hafi fjórðungaskiptin verið við Hvítá, eins og bent er til í prestatali (Ara fróða) frá 1143 (Isl. fornbrs. I, 185—86), landnámabækurnar hik- laust og ótvírætt gefa í skyn og sömuleiðis fjarðatölin fornu (Kál. ísl. beskr. II, 359—72 og 380—95)1), verða menn að álíta, að þing- sóknin hafi verið klofin algerlega af fjórðungatakmarki, og það þá svo, að goðorðin eða þriðjungarnir voru ekki allir samamegin við það. Hvorki af skýrslu Islendingabókar um fjórðungaskipunina nó af skýringum Grágásar í 1. k. þingsk. þ. og 1. k. lögr. þ., néákvæð- um hennar um þingfesti, sem getið var áður, verður það séð fylli- lega ljóst, að þetta hafi alls ekki getað átt sér stað, og þessi fornu skrif fari með rangt mál. En hins vegar verður því ekki neitað, að slík sundurskipting einnar þingsóknar virðist næsta óeðlileg og óviðfeldin, og að það hefði farið betur á að setja fjórðungaskiptin þar, sem þingamótin helzt urðu, Kjalarnessþings og Þverárþings, en þau munu aðallega hafa verið sunnar. Hafa verður hugfast, svo sem áður var sagt, að þingamót voru á þjóðveldistímabilinu ekki bundin, að því er séð verður, við ákveðin landamerki. En hér er átt við það, að ekki er gerandi ráð fyrir því, að margir Borgfirð- ingar fyrir innan Hafnarfjall, Skarðsheiði og Botnsheiði (sem nú er kölluð) hafi á 10. og 11. öld verið í Kjalarnessþingi, né heldur að margir þeirra, er fyrir sunnan Hvalfjörð voru, hefir þá verið í Þverárþingi, enda þótt hvort fyrir sig hefði, fjórðungamótanna vegna ‘) Kíilund segir (ísl. beskr. I, s. 332—3): „Der lader sig overhovedet ikke píivise nogen bestemt herfra forskellig angivelse i oldskrifterne af grænsen mellem de to fjærdinger, om man end máske kan finde en antydning af en s&dan“. Nafnið á þingsókninni, Þverárþing, eri Jónsbók (frá 1280), 2. k., og er glögt af þvi, sem tekið er fram þar, viðvíkjandi farareyri nefndarmanna þaðau, er til alþingis skyldu riða, að Þverárþing var þá talið vera að sumu leyti vestan Hvitár, en að sumu leyti Bunnan. Fjórðungatakmörk og þingatakmörk eru ekki nefnd i hin- um elztu lögbókum, eptir að landið kom undir konung.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.