Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1916, Qupperneq 8
8
Odda skyldi gera um deilur þeirra Snorra og Magnúsar alsherjar-
goða, systursonar Sæmundar* 1). Ennfremur er það eftirtektarvert, að
meðal þeirra manna, sem Snorri nefndi votta að máldaganum, eru
einmitt þeir synir Þórðar Böðvarssonar, Þorleifur í Görðum, Böðvar
í Bæ og Markús á Mclum, sem erft höfðu mannaforráð til móts við
Snorra fyrir vestan Hvalfjörð og Botnsá. — En þó að ostgjaldið yrði
í þetta skiptið takmarkað við Botnsá, þá leið samt ekki á löngu,
unz þeir klaustursmenn fengu færðar út kviarnar. Sést það i bréfi
Runólfs ábóta í Viðey, er hann »sender avllum bændvm oe bvþegn-
um millum l>odzar ok hafnar fialla« árið 1280 (að því er útgefand-
inn heldur, dr. Jón Þorkelsson)2), að þá er gjaldið fært yfir Botnsá
og nær nú alt til heiðanna. Bendir þetta bréf engu síður á, að
fjórðungatakmörkin hafi þá verið við Hafnarfjall, en máldaginn á,
að þau hafi 122(3 verið við Botn3á. Ef það er rétt hjá Runólfi ábóta,
sem hann segir í upphafi bréfs þe3sa, að þetta sé samkvæmt bréfi
»virdvlig3 herra magnus biskups«, nefnilega Gizurarsonar, þá hefur
þetta komist á fyrir 1237, því að það ár dó Magnús byskup, en
orðalag bréfs ábótans er nokkuð óljóst: »svo vottar bref virdvligs
herra magnus biskups [ok] herra gissvrar jarls«; ok er skotið inni í
útgáfunni; síðan skrifar hann: »var þetta samþycktt af sý[s]lumonn-
um ok logmonnum ok avllum logriettv monnum: aa alþingi«. Þetta
gjald, sem ábótinn nú nefnir osttoll, hefur eptir þessu verið samþykt
eptir að landið er komið undir konung og þeir Snorri og Þorleifur
Þórðarson (f 1257) fallnir frá. Mun þessi tollur á menn í þessu
héraði aldrei hafa á komist um þeirra daga og síst fyrir dauða
Magnrisar byskups, en ábótinn er sennilega (ef orð hans eru ekki
rangfærð) að reyna að setja þennan tell i samband við máldagann
gamla frá 1226, sern giörr var »at ráði Magnúss byskups«. En hafi
ostgjaldið í máldaganum verið bundið við Botnsá sem fjórðungamót,
þá skyldi maður ætla, að samþyktin um osttollinn í tíð Gizurar
‘) Þórðnr Sturluson var og systursouur Þórðar prests i Grörðum; lítur svo út,
sem hann hafi haft mannaforiáð i Borgarfirði; Helga móðir Þórðar prests og amma
Þórðar Sturlusonar var dóttir Þórðar Hagnússonar frá Reykholti, en ólíklegt er þó,
að Þórður Sturluson hafi átt nokkurn hluta af goðorði Reykhyltinga eða öðru goðorði
i Þrerárþingi, heldur munu mannaforráðin hafa verið 'svo til komin, að lof hefir verið
veitt til, að nokkrir menn i Borgarfirði, t. d. móðurfrændur og vinir, mættu segjast i
þing með honum som goðorðsmanni í Þórsnessþingi, en það var hann þá orðinn að
sumu leyti fyrir nær 20 árnm siðan. — Er Snorri fékk hálft Lundarmannagoðorð af
Þórði presti, bjó hann á Borg og ekki sama megin Hvitár og ætla má, að þingmenn
hans hafi flestir húið.
a) Prentað i ísl. fornbr. II. b., bls. 194 —95.