Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1916, Side 9

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1916, Side 9
9 hefði líka verið bundin við fjórðungamót, en það hefir hún sýnilega ekki verið, því að það hefði, að því er séð verður, verið ástæðulaust að færa fjórðungamótin frá Botnsá, hefðu þau verið þar 1226, vestur til Hafnarfjalla eptir að stjórnarfarsbreytingin komst á 1265 og til þess, er Gizur dó, 1268; — en fyrir þann tima og frá því um 1200 var það vitanlega allscndis ógjörlegt, úr því að Lundarmannagoðorð, þótt kloflð væri milli manna, náði þá suður um sveitirnar fyrir sunnan Hafnarfjöll. — Hitt hefði verið eðlilegra, að setja fjórðunga- mótin við Botnsá, er goðorða- og þinga-skipunin var niður lögð og landi skipt í sýslur, því að þá Var Borgarfjarðarsýsla látin takmark- ast af Botnsá. Mun ástæðan til þess, að sýslutakmarkið var sett þar, einmitt hafa verið sú, að þar voru svo sem þingaskil áður, eins og síðar skal sýnt fram á. Að osttollurinn komst í þetta skipti alt til Hafnarfjalla, og að hann ekki komst lengra, mun m. a. hafa verið sökum þess, að Gizur jarl heflr frekar staðið á móti því, að tollurinn yrði lagður á þann liluta hins gamla Lundarmannagoðorðs, sem Snorri hafði mest ráðið yfir, því að yfir öllu þvi, sem tilheyrt hafði Snorra, hafði Gizur alveg sérstakt vald sem jarl konungs, er kastað hafði eign sinni á alt það, er Snorri hafði átt. — Annars er það um osttoll þennan að segja, að hann galzt boði »seint ok illa«, eins og Snorri officialis Þorleifsson kemst að orði í úrskurði sínum um hann 1361 *); segir hann og þar, að Skálholts kirkja hafi í fyrstu fengið þennan osttoll, en »formaður« hennar (einhver byskupanna) hafi gefið hann klaustrinu í Viðey »til uppreistar«; að líkindum er hér aptur átt við máldagann, sem gjör var að ráði Magnúss byskups 1226. — En það lítur út fyrir, að takmörkun byskups á ostgjaldinu við Botnsá 1226 hafi þótt mjög eðlileg og komið til af fleiru en því, að þar voru svn-sem þingamót, og mótþróa þeirra, er helzt höfðu mannafórráð fyrir innan það takmark, gegn því að þingmönnum þeirra væri íþyngt með slíkum álögum; Botnsá virðist nefnilega hafa verið þegar snemma á miðöldunum einskonar kirkjusókna- eða presta- kallamót* 2 *) og síðar jafnvel prófastsdæmamót, eptir að byskupartóku að setja prófasta yfir tiltekin svæði snemma á 14. öld8); þannig er í Flateyjar annál4) þess látið getið, að »Halldór Loptsson hafði þegið af herra Michaeli Skálholtsbyskupi prófastsdæmi milli Botnsár og ‘) ísl. fornbrs. III., bls. 181—82. s) Sbr. Grág. I. b., bls. 217. 8) K. Cleasby & Guðbr. Vigfússon, lcel.-engl. dict. s. v. profastr. tlm prófastsdæmin sjá Prestatal og prófasta eptir Svein Nielsson, bls. VII. VIII. 4) Storm, ísl. ann., bls. 417. 3

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.