Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1916, Side 12

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1916, Side 12
íð því eptirtekt, og er hið fyrra líkara til, því að þegar er um það að ræða, livar hin umtöluðu fjórðungamót haíi verið sett árið 962 eða verið á þjóðveldistímabilinu, þá er ekki gott að byggja mikið áþvi, að þau- eru talin vera við Botnsá nær V/a öld, eptir að goðorða- og þinga-skipunin var lögð niður. Annars kemur þetta heim við tak- mark prófastsdæmis Halldórs Loptssonar 14 árum áður, sem getið var hér að framan, og sennilega hafa þeir byskuparnir Michael og Vilchin, og máske kirkjunnar menn yfirleitt, talið vestfirðingafjórð- ung Skálholts-byskupsdæmis um þessar mundir ná að Hvalfirði og Botnsá. En hið veraldlega vald og leikmenn yfirleitt munu ekki hafa talið fjórðungamót við Botnsá um þetta leyti fremur en rúmum 100 árum áður. Fjórðungamótin sunnlendinga- og vestfirðingafjórð- ungs komu jafnan til greina á þessum tímum, því að sinn lögmaður var yfir hvorum þeirra; var annar sunnan og austan, en hinnvestan og norðan. Þegar þessir 3 officiales voru skipaðir 1405, og einn þeirra, Vermundur ábóti á Helgafelli, yfir »Vestfirðingafjórðung til Botnsár«, eins og áður var sagt, þá gerði byskupinn, Vilchin, það af því, að hann fór þá utan. Á sama skipi sigldi nú einmitt lög- maðurinn yfir sunnlendingafjórðungi (eða sunnan og austan), Narfi Sveinsson, er verið hafði lögmaður frá því 1387. Narfi lögmaður bjó fyrir vestan Botnsá, en fyrir sunnan Hvítá^), á Melum í Mela- sveit. Virðist at' þessu heldur mega ráða það, að lögmannsumdæmi hans hafi náð lengra vestur en að Botnsd, og ef svo er litið öld aptur í tímann, sést það, að lögmaðurinn sunnan og austan hýr þá á sama bæ, Snorri Markússon (Mela-Snorri), sonur Markúsar á Melum, sem getið var hér að framan, að hefði verið vottur að ostamáldaganum 1226. Þeir voru samtímamenn, Haukur Erlendsson, er var lögmaður sunnan og austan fáum árum áður, (f 1334), og Snorri, og rituðu báðir upp landnámabók, Haukur sína eptir landnámabókum þeirra Sturlu lögmanns Þórðarsonar og Styrmis ábóta hins fróða Kárasonar, en Snorri sína eptir bók Sturlu og öðrum ritum, og er hún nú glötuð að mestu. En einmitt höfundar landnámabókanna, lögmenn þessir sjálfir, telja í landnámabókum sínum, er þeir rita á 13. öld ofan- verðri, skömmu eptir að þjóðveldið leið undir lok, takmörk lögmanns- umdæma sinna, landsfjórðunganna, fjórðungamótin, — hiklaust við Hvítá. En undarlegt mætti það virðast, hefðu þeir ekki látið þess getið, að fjórðungamót þau við Hvítá, er þeir nefna í sambandi við landnámin, væru ekki hin upprunalegu og gömlu, ef þau þá voru aðeins fárra tuga ára og hin gömlu hefðu verið við Botnsá; og lítt ') Safn II, 74—74,

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.