Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1916, Blaðsíða 14

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1916, Blaðsíða 14
14 sögn íslendingabókar1) eða eptir þann tíma. Hér að framan var bent á það, hversu fjöll þessi og heiðar skipta mjög sundur bygð, enda teljast sveitirnar fyrir utan ekki til Borgarfjarðar í raun réttri, þótt nú sé kallað svo af því að þær eru nú í Borgarfjarðarsýslu. í Egils sögu segir því (k. 28.), að Skallagrímr kallaði »fjörðinn Borg- arfjörð, ok svá héraðit upp frá kendu þeir við fjörðinn«. Héraðið fyrir utan fjöllin, við Grunnafjörð (sem nú kallast (Leirár)vogar inst, en er eginlega nafnlaus ytra) og Hvalfjörð, munu fornmenn naumast hafa talið til Borgarfjarðar. Svo segir í Egils s. (28. k ) og Lnb. Sturlu (30. k.), að Skalla- grímr hafi numið iand »suðr (alt) til Hafnarfjalla«, og að hann hafi gefið Grími hinum háleyska landið á milli Andakílsár og Grímsár. Enn segir í Lnb. (St. b. 27. k. og H. b. 25. k.), að Hafnar-Ormr hafi numið (öll) lönd um Melahverfi og inn til Andakílsár, og (í St. b. 31. k.), að hann hafi selt Þorbirni svarta land »frá Selaeyri ok upp til For8ár«2), og að Þorbjörn hafi búið á Skeljabrekku. Verðurljóst af þessu, að Skallagrímr hefir í raun réttri ekki numið þá mjóu landræmu, sem er á milli Andakílsár og Hafnarfjalls (og Skarðs- heiðar). Svo segir ennfremur i Lnb. (St. b. 28. og H. b. 25. k.), að Hafnar-Ormr hafi keypt Oddgeir að Leirá burt úr landnámi sínu, af því að honum hafi þótt sér þraunglent. Eru þessi skipti Hafnar- Orms eptirtektarverð í þessu sambandi. Urðu landamerkin á Sela- eyri (nú Seleyri). Munu hér snemma hafa orðið hreppamót og prestakalla-mót, og af Egils s. (84. kap.) virðist svo sem að hér við fjöllin hafi í heiðni verið hofsóknamót eða goðorðshluta, þótt þau hafi naumast verið fast ákveðin, nema þar sem fjórðungamót voru jafnframt; segir svo í sögunni, að »Oddr (Tungu-Oddr) var þá (um ‘) Um það, hvort landinu hafi verið skipt i fjórðunga er fyrst voru samþykt hér alsherjarlög og alþingi stofnað, eða hvort það hafi verið gert um 962, sjá V. Finsen, Om den opr. Ordning af nogle af den isl. Fristats Institutioner, bls. 80 og víðar. s) I registrinu við Lnb., útg. í Kh. 1900, er „Forsá“ sögð vera „en elv, der laber nd í Borgarfjorden pá den sydl. side“, og er þessi fjarstæða endurtekin í Is- lendinga sögu, I. 115, kölluð þar „dálítil spræna, er rennur sunnan í Borgarfjörðinn11. Þar sem nú það er bersýnilegt af frásögninni, að Fossá hefir verið inn og upp frá Skeljabrekku, er það allsendis ómögulegt, að hún geti runnið, som sjálfstætt vatnsfall, er beri það nafn, sunnan i Borgarfjörð, heldur hlýtur hún að renna ofani Andakilsá eða Skoradalsvatn. Er liér ekki um margar ár að ræða, er liafi getað kallast F o s s á, og mun naumast önnur á geta komið til greina en bú, er fellur ofan frá Geldingadraga og niður á Drag(a)eyri, milli bæjanna þar; hefir hún nú að kalla týnt nafni; stundum kend við eyrina (Drageyrará) eða Dragann (Dragá). Er i benni bár foss, sem blasir mjög við, er farið er upp með vatninu eða upp á Draga. Fyrir innan hana má heita landlaust uppmeð vatninu,

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.