Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1916, Qupperneq 16

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1916, Qupperneq 16
16 og verið goði að, enda eru gömul munnmæli um, að hoftóft forn sé hjá bænum í Norðtungu (Árb. 1885, bls. 137). — Goðorð Mýramanna og Stafhyltinga hafa sjálfsagt gengið nokkuð í arf frá manni til manns, en ekki munu þær ættir verða raktar nú langt niður. Þeir synir Tungu-Odds, Þóroddr og Þorvaldr, fóru af landi burt, áður faðir þeirra dó, og kom hvorugur út liingað aptur (ll.-Þ. s. 17. k.). Virð- ist goðorð það, er hann hafði, hafa verið eða orðið sameign þeirra Torfa Valbrandssonar og hans og Geitlendinga, og hluti Odds runnið til Torfa, er Oddr féll frá. Bræður þeirra Illuga rauða og Þórlaugar gyðju, sem áður var getið beggja, voru þeir Kjallakr at Lundi, faðir Kolls, er mikið koma við Harðar sögu, og Sölvi í Geitlandi, en öll voru þessi systkyn börn Hrólfs að Ballará, sem var úr Geitlandi. Söivi í Geitlandi mun því hafa fengið hlut í þessu goðorði. Hans son var Þórðr í Reykholti, og bjuggu afkomendur hans þar hver eptir annan, Magnús prestur sonur hans og Sölvi son Magnúsar og siðan Páll prestur son Sölva, en Magnús prestur son Páls gaf Snorra Sturlusyni Reykholt. Var goðorðshluti þessi nefndur Reykhyltinga- goðorð (Sturl. I. 116), og virðist Snorri hafa fengið það af Magnúsi presti syni Páls prests, sem átti það um sína daga. — Þess var getið hér að framan, að Þórðr prestur í Görðum á Akranesi átti Lundarmannagoðorð og gaf Snorra Sturlusyni það hálft. Þórðr prestur var kominn af Mýramönnum í beinan karllegg, en af Hrifiu, óskilgetnum syni Þorsteins Egilssonar, og virðist Mýramannagoðorð ekki hafa gengið í þann ættlegg. Mun Þórðr prestur eða Böðvar i Bæ faðir hans hafa fengið goðorð þetta úr ætt Reykhyltinga; átti Böðvar Helgu Þórðardóttur Magnússonar prests hins eldra í Reyk- holti, frændkonu Páls prests, og kann vera að goðorðið hafi með þeim tengdum komist í hendur Þórðar prests í Görðum og síðan Þorleifs sonar hans hálft, og hálft fékk Snorri Sturluson. En því mun það hafa verið kent við Lundarmenn, að þeir munu hafa átt það Lundar-feðgar, Kjallakr og Kollr, og jafnvel Bergþór son Kolls, og virðist þá Lundarmannagoðorð hafa verið hluti af þeim goðorða- helmingi, sem Geitlendingar, forfeður Lundar-feðga, höfðu í fyrstu. — Sbr. ennfremur meðfylgjandi »ættartölu goðorðsmanna í Þverárþingi*. Á það hefir nú verið bent hvorttveggja hér að framan, að i tíð Tungu-Odds virðist mannaforræði hans hafa náð suður til Hafnar- fjalla og Skarðsheiðar, en á fyrri hluta 13. aldar hafi Lundarmanna- goðar haft mannaforræði bæði utan og innan við þau fjöll. Virðist af þessu mega ráða, að alt þetta goðorð, þessi þriðjungur Þverár- þings, muni þegar frá öndverðu hafa náð alla leið ofan úr Geitlandi og

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.