Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1916, Blaðsíða 19

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1916, Blaðsíða 19
19 Orms, kemur ekki við söguna og hefir sennilega verið andaður, er hún gerðist, en hver átt hafi Þórunni dóttur hans eða hverir hafi þá verið aðrir afkomendur hans er ókunnugt* 1), og víst hafa ekki goðorð gengið í þessum ættum. Hinn eini af þessum 3 (er nefndir eru úr þessum sveitum meðal fundarmanna á Leiðvelli), sem gizka mætti á að hefði haft hér mannaforráð, verður þá Illugi hinn rauði Hrólfsson, bóndi á Innra- Hólmi, hinum gamla bústað Ketils landnámsmanns Bresa (Bersa-, Bessa-) sonar; er hann jafnframt hinn eini þeirra þriggja, sem talinn er afkomandi Þormóðar landnámsmanns, bróður Ketils (sbr. meðf. ættartölu), 5. maður frá honum, þótt sú ættfærsla virðist lítt sennileg, eins og bent var á (í aths. við ættartöluna) og enn má sýna fram á. Hann átti fyrst Sigríði systur Músa-Bölverks og dóttur Þórarins illa og bjó í Hraunsási, en er Músa-Bölverkr drap Þórarinn Hall- kelsson, eptirlét Illugi honum Hraunsás og fór að búa á Hofstöðum sem áður var getið. Þórarinn og Illugi rauði hafa því verið sam- tíma, en Hallkell faðir Þórarins var sonur Hrosskels, er fyrst nam Akranes og síðan Hvítársíðu, stórættaður höfðingi. Þórarinn var 5. maður frá Braga skáldi; var Lopthæna móðir Hrosskels dóttir Ást- ríðar Bragadóttur, en Illugi á að hafa verið 4. maður frá Grími háleyska landnámsmanni; eða Hrosskell landnámsmaður og Hróaldr, afi Illuga og sonarson Grims háleyska landnámsmanns, eiga að hafa verið samtímamenn; nær hvorugt nokkurri átt. »Siþarst bio Illugi at Holmi idra aa Akranesi. þvi at hann keypti vid Holmstarra bædi iaundumm ok konumm ok fe aullu þa fekk Illugi IoRvNar dottur Þormodar Þiostarssonar af Alftanese Enn Sigridr hengdi sig i hofinu þvíat hun villdi ei manna kaupit« (Stb. 41. k ), — og forðaði hún svo öðrum konum frá svo ósvíflnni og siðspillandi meðferð, mætti bæta við. — Hólm-Starri var, eins og áður var tekið fram, 3. maður (sonarsonarsonur) Ketils landnáms- manns; hann hefir verið samtímaður Illuga og á líkum aldri senni- lega, en Illugi á eptir ættartölunni að hafa verið 5. maður frá Þor- móði bróður Ketils; þetta er mjög ólíklegt. — Jórunn 2. kona Illuga, var systir Barkar, sem átti Hallvöru systurdóttur Illuga ‘) Snæbjörn virðist hafa heitið einhver afkomandi Hafnar-Orms, og hans son Klængr, er átti Asdísi Knattardóttur Hólm-Starrasonar, er var sonarsonarson Ketils landnámsmanns á Akranesi Bresasonar; en að geta þess til eins og gert hefir verið i útgáfunum af Hb., að hann hafi verið son Hafnar-Orms, það nær engri átt; Hafnar- Ormur gat verið afi afa hans. — Hb. nefnir Þorstein son Þorgeirs Höggvinkinna (220. k.), en Stb. (256. k.) nefnir föður Þoxsteins Þorberg höggvinkinna, og kemur það heim við Yém. s. og Viga-Skútu (flest hdr.). 3*

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.