Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1916, Page 23

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1916, Page 23
23 forráð alt til Nýjahrauns (þ. e. suður fyrir Hafnarfjörð) »ok kallat er Brundæla-goðorð«, hann hafi sctt vorþing á Kjalarnesi suður við sjóinn o. s. frv., en fiest er þetta öldungis óáreiðanlegt og ólíklegt, enda er sagan lygasaga. — Laxdæla saga segir, að Helgi hafi búið að Esjubergi; cn hvort hcldur átt hcflr scr stað, mun óhætt að álíta, að niðjar hans hafi haft hér mannaforráð, sem næst væri að ætla að þá hefði heitið Kjalnesinga-goðorð. Bryndæla-goðorð hafa vit- anlega haft Bryndælir, afkomendur Refs hins gamla, að því er Stb. segir (19. k.), og kemur það heim við Harðar sögu, svo sem áður var sagt. En Bryndælagoðorð hefir ef til vill ekki verið »fult goð- orð« heldur goðorðshluti, sbr. Lundarmannagoðorð, og ekki verður bent á, hvar hof þess hafi verið eða að því hafi í heiðni fylgt sér- stakt höfuðhof; enda verður nú ekki vitað, hvar eitt af hinum 3 höfuð- hofum í Kjalarnessþingi hafi verið; er sennilegast, að það liafl vorið úti á Suðurnesjum eða suður í Girindavík. Molda-Gnúps synir n.imu þar land. »Fra Mollda-Gnvpi er margt stormenni komit a islandi bæði byskupar ok logmenn« segir í Hb. (284. k). Er ekki óliklegt, að þeir ættmenn hafi haft mannaforræði um Suðurnes. önundr á Mosfelli, faðir þeirra Skáld-Hrafns, var kvæntur Geirnýju Gnúps- dóttur Molda-Gnúpssonar; var hún hálfsystir sammæðra Gríms, er um líkt leyti eða skömmu áður bjó á Mosfelli, lögsögumanns Svert- ingssonar’). »önundr á Mosfelli var auðmaðr hinn mesti, ok hafði goðorð suðr þar um nesin«, segir í Gunnlögs sögu ormstungu (4. k). Virðist hér vera um 3. goðorðið »fult og fornt« að ræða. — Af þessu virðist bersýnilegt, að ekki hafi verið heilt goðorð, eitt af 3 í Kjalar- nessþingi, fyrir innan Botnsá, verandi fjórðungatakmark, en goðorðs- hluti virðist hafa kunnað að vera þar, hafi fjórðungamótin verið inni við heiðar eða uppi við Hvítá. Ekkert bendir þó á, að menn hér hafi fiestir verið í Kjalarnessþingi; um það að Illugi hafl eitt sinn farið þangað til vorþings, og hvað á því einu verði bygt, heflr áður verið talað. Að menn í þessum héruðum virðast hafa verið í Þvei’- árþingi síðast á þjóðveldistímabilinu, svo sem áður var frá skýrt, og að Illugi virðist hafa haft hlut af goðorðinu austan Hvítár, bendir hvorttveggja til, að rnenn l sveitunum milli Hvalfjarðar og llafnar- fjalls Tiaf, helzt verið í Þverárþingi og Jnngarnótin helzt við Botnsd. Sýnast fjöllin og heiðarnar hvorki hafa aðgreint fjórðunga, J’ing né friðjunga, en stundum hina einstöku hluta þess goðorðsins í Þverár- þingi, er sunnan var Hvítár. Á sérstakan goðorðshluta í þessum ‘) Ætt Önundar er ókunn. Hann virðist hafa hlotið Hosfell vegna mægðanna við Grím, er eýnist ekki hafa átt afkvæmi.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.