Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1916, Side 24
24
sveitum bendir ennfremur það, að hér virðist hafa verið háð leiðar-
þing einhvern tíma, máske sjaldau, máske opt. Er þingstaðurinn,
Leiðvöllur, tilgreindur ennþá (sbr. Árb. 1908, 15 — 16); hann er
nefndur i Harðar sögu, er þar var ráðin atförin að Hólmverjum svo
sem áður var sagt. Um það var og áður getið, að við Hafnarfjall
og heiðarnar muni frá öndverðu hafa verið hreppamót og frá því
snemma á öldum kirkjusóknamót.
Loks ber að geta í þessu sambandi einnar frásagnar enn, sem
kann að benda til þess, að Tungu-Oddr haii haft mannaforráð og
héraðsstjórn út um Melasveit, er hann var goði. Er svo sagt í
Hænsa-Þóris sögu, 2.—3. k., »at skip kom af hafi í Borgarfjörð og
lögðu þeir eigi inn í ósinn, en lögðu utarliga á höfnina«. —------
Oddr frétti skipkomuna; hann var vanr í fyrra lagi í kaupstefnur
at koma, ok leggja lag á varning manna, þvíat hann hafði héraðs-
stjórn.--------Nú hittir hann kaupmenn--------------ok sagði þann
vanda, at hann legði lag á varning manna. Örn (kaupmaðurinn)
svarar: sjálfir ætlum vér að ráða vorum varnaði.-------Oddr svarar:
vér bönnum öllum mönnum kaup við yðr at eiga-----------, en ek veit
at þér flytist eigi or höfninni fyrir misgaungin. — — Oddr ríðr nú
heim, en austmenn liggja þar í höfninni og gefr þeim eigi i brottu.
— Annan dag eptir reið Hersteinn Blundketilsson (frá Ornólfsdal) út
á Nes (þ. e. Akranes); hann fann austmenn, er hann reið utan; —
--------— at kveldi ríðr Hersteinn heim, ok segir föður sínum frá
farmönnum ok hvar nú er komit þeirra máli. Blundketill svarar:
við kennumst ek mann þenna at þinni frásögn------------— og nú
á morgin snemma skaltu ríða út í Höfn og bjóða honum hingat* —
-----—. Með Höfn hér síðast virðist vafalaust átt við bæinn Höfn
í Melasveit, en handritin eru ekki öll eins að orðalagi hér, stendur
í einu »út til Hafnar«, en í tveim »út í höfn«. — Nú munu menn
segja »út að Höfn«, er þeir eiga við bæinn. Kr. Kalund ætlar (Isl.
beskr. I. 298—99), að höfnin hati verið Narfastaðavogur, en með
»ósnum« sé hér átt við Hvítárós. Það virðist þó af frásögninni, sem
hin umrædda höfn hafi verið rétt fyrir utan hinn umrædda ós: »eigi
inn í ósinn, en utarliga á höfnina«. Hafi hér verið um höfnina hjá
Höfn í Melasveit að ræða, liggur beinast að ætla, að með »ósnum«
sé átt við Narfastaðaós, sem vogurinn er nú kallaður (sbr. Isl. uppdr.
herforingjaráðsins, bl. 26 NA, Kbh. 1911), og ósinn inn í voginn
hefir líklega verið nefndur fyrrum. Þeir Örn virðast hafa farið inn
fyrir grynningar og lagst þar á höfn; en hafi þeir lagst á höfn úti
fyrir Narfastaðaós (eða -vogi) og fyrir innan grynningar þar, þá
verður ekki séð, að þeir hafi þurft lengra inn að fara, né að það