Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1916, Qupperneq 25

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1916, Qupperneq 25
25 hefði verið þeim hentara eftir því sem þar hagar til (sbr. uppdr. herfr.), En hafi þeir lagt »utarliga á höfnina« og »eigi inn í ósinn«, virðist ekki vera hægt að heimfæra þetta vel upp á staðháttu hjá Höfn í Melasveit, þar eð sýnilegt er af orðum Odds, að þeir hafa farið inn fyrir einhverjar grynningar, sem þeir gátu ekki komist út fyrir nema með stórstraumsfióði. Sé hér aptur á móti um Hvítárós að ræða, virðist eðlilegast að álíta, að með höfninni sé átt við innsta hluta Borgarfjarðar (fyrir utan bæinn að Hvítárósi) og að með orðum Blundketils sé átt við höfnina, sem skipið lá á, eða lendingarstaðinn hjá henni, en ekki bæinn Höfn í Melasveit. En þó að nú skipið hafi legið hjá Höfn og Oddr farið þangað, þá verður það alls ekki tekið sem sönnun fyrir þvi, að mannaforráð hans hafi ekki takmarkast aðallega af Hafnarfjalli, svo sem áður var sagt og rök voru færð fyrir hér að framan. Þingmenn hans og héraðsmenn allir fyrir innan heiðar sem utan hafa vitanlega átt sama kaupskap við kaupmenn þá, sem til Hafnar komu, og hina, er lögðu upp í Hvítá, og því eðlilegast að Oddr færi hinu sama fram á báðum stöðum. Þó mætti ætla, að hann hefði siður skipt sér af þeim, er lágu hjá Höfn, ef Hafnarmenn og aðrir Melsveitingar hefðu verið í Kjalarnessþingi, sem var í öðrum fjórðungi. Sýnist sem frásögnin benti til, að Melsveitingar og aðrir fyrir utan heiðar hafi verið í sama þingi og hinir eginlegu Borgfirðingar (»Þverárþingi«), ef hér bæri með vissu að líta svo á, að hér væri um Höfn í Melasveit að ræða, og væri það þá í fullu samræmi við það, er hér hefir verið haldið fram.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.