Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1916, Qupperneq 26

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1916, Qupperneq 26
Útskornar þiljur frá Möðrufelli (frá ÍO. öld). í skýrslu þeirri um viðbót við Þjóðmenjasafnið 1910, sem prent- uð er í Árb. 1911, bls. 70—98, er þess getið um nr. 6096, a—e, fimm þiljubúta frá Möðrufelli í Eyjafirði, að á þeim sé fornlegur útskurð- ur og á einni þeirra skorið mjög fornlegt hnútaverk. Bútarnir voru sýnilega sagaðir af stórum byggingarþiljum og svo litlar leifar eptir af öllum útskurðinum, að hæpið var að ákveða mikið um aldur þeirra. Höfuð-gerðin á öllum útskurðinum, spírurnar uppmjóu, þóttu helzt hafa á sér gotneskan svip og var af því ráðið með samanburði við annað í útskurðinum og alt útlit þiljanna, að þær myndu ekki yngri en frá 14. öld. Af leifunum lítílfjörlegu á einum bútnum (a) af fornlegu hnútaverki mátti þó renna grun í, að þiljur þessar væru frá fornöld, því að þetta verk hafði á sér líkan svip og er á sumum máimgrepti o. fl. frá 9.—10. öld. En þar eð þessar leifar voru svo litlar og bútarnir nýlega sagaðir af, hafði eg mikinn áhuga á að leita í Möðrufelli að fleiri sams konar þiljum og öðrum leifum úr sömu fornbyggingu. Á skrásetningarferð minni um Eyjafjarðar- og Þingeyjar-sýslur sumarið 1912 fór eg því (29. VII.) upp að Möðrufelli og fann brátt eptir tilvísun bónda, Jóns Jónssonar, er gefið hafði safninu bútana nr. 6096 a—e, nokkrar heillegri þiljur sams konar og ýmsa drumba, er virtust kunna vera eins fornir, en enginn útskurður var á. Samd- ist svo um með okkur að hann eptirléti Þjóðmenjasafninu sem mest af þessu. Þó varð dráttur á því, og fekk safnið ékkert, fyr en eg fór norður aptur og fram að Möðrufelli sumarið 1915 (12. VII.). Þá festi eg kaup á 8 þiljum og nokkrum röptum1), er komu loks til safnsins seinna um sumarið. Þó munu enn vera eptir í Möðrufelli all-margar þiljur o. fl. leifar úr sömu fornbyggingu og þessar; voru *) Nr. 7016—96 í Þjmenns. nú; verðnr þeim ekki lýst hér, en i skýrsin um viðbót við safnið 1915, er væntanlega verðnr fnllprentnð í næstu Arb., þótt nú sé það ekki bægt söknm fjárskorts. — Þiljur þessar eru nr. 7015 a—h.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.