Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1916, Page 29

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1916, Page 29
29 þó ekki hafa verið, og á f. hefir það verið heflað af að mestu; getur og máske verið, að það liafi líka verið höggvið og heflað af á g. og h. Þessar strýtur eru allar upphleyptar. Skrautið á þeim efst er, eins og myndin sýnir, ekki eins á öllum; á 6 er það nær eins (á a—c í 6096 og a—e í 7015); 2 aðrar (e í báðum nrr.) eru með eins- konar krossum, en ekki getur hér þó verið um hið kristna kross- mark að ræða; það var gert á þessum tímum, þar sem það annars var myndað, með öðru og ólíku móti: armarnir breiðari yzt en við miðju, eða að minsta kosti ekki mjórri. — Á 1 (d. í 6096) eru líkar álmur út eins og á a—c, og á 1 (d. í 7015) er þetta líkast trjákrónu. Þessar strýtur eða spírur er mjög einkennilegt skraut og getur liér ekki orðið bent á neitt i líkingu við þær frá þeim tímum er þiljurnar virðast vera frá, enda er nú lítið til af tréverki með útskurði á frá þessum öldum; má svo segja að munir þeir, sem fundust í drotning- arhaugnum að Ásubergi í Noregi, séu hið eina, en þeir eru að vísu tiltölulega margir og afarmerkir. — Ef myndirnar á þiljunum eiga að hafa nokkra ákveðna þýðingu sem myndir af einhverju hugsuðu eða verulegu og ekki vera eingöngu skraut, virðast þær helzt hafa átt að vera trémyndir, með kórónu og rótum, en slíkar myndir eptir náttúrunni þekkjast annars ekki frá þessum tímum á Norðurlöndum; finst varla myndað eitt blað, og má merkilegt heita, er litið er til skrautmynda nær víðast hvar annars staðar í veröldinni bæði fyr og síðar og ekki sízt er þess er gætt, að skrautmyndir með (upp- hugsuðum) dyrum eru notaðar svo að segja í öllu skrauti l'rá þessu sama tímabili á Norðurlöndum. Og því undarlegra virðist þessi vöntun á trjámyndunum þar sem tré, askurinn Yggdrasill, var svo frægur í fornum fræðum á þessum tímum á Norðurlöndum og voru forfeður hans enn frægari, ef rakin var ættin til austurheima, enda myndaðir vitandi eða óafvitandi alt til vorra daga (»lífsins tré«). Myndin af þiljunum lýsir því fyllilega, af hversu mikilli snild útskurðurinn er gerður; allar línur eðlilega og fallega dregnar og skurðurinn hreinn og skír, ber ljósan vott um, að hér hefir enginn viðvaningur eða klaufi að unnið. — Hver hann var og hvar, það eru óleysanlegar gátur. — Efnið er að líkindum norskt, ekki »is- lenzkur viður* (rekaviður), þótt því verði tæplega neitað að svo kunni að vera; en að skurðmaðurinn hafi fremur verið í Noregi en á ís- landi virðist ástæðulaust að halda. Hér mun á hinn bóginn varla vera um neina frumlega og sér-íslenzka list að ræða. Þiljurnar hafa ætíð, af því er vitað verður, verið í Möðrufelli og er ekki kunnugt að neinar slíkar þiljur eða útskornar spýtur hafi til verið á öðrum bæjum um Eyjafjörð. — í Hrafnagilsskálanum

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.