Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1916, Page 32

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1916, Page 32
»2 ínn með ýmsum litum, mest ljóst og rautt, ofinn i með »zephyr«- garni. Stafirnir M MD eru á. Líklega frá því um 1870. 6780. 2i/i Söðuláklœði glitofið, með venjulegri gerð, 1. 142,5 og br. 108 cm,, líkura blómum og öðru skrauti eins og er á 6779 o. fl., ofnu i með marglitu ullarbandi, mest mógrænu og rauðleitu. Upp- hafsstafirnir G H D A eru á öðrumegin við miðju. Slitið og bætt; líklega frá þvi um 1860. 6781. 22/t Dómkirkjan í Reykjavik: Kertisarmur úr kopar í lögun sem ormur, hlykkjóttur og undinn, 1. um 25 cm. upp að kraganum, sem er 7,8 cm. að þverm., en efsti hlutinn eralluröcm. að hæð; pípan 2,1 að vídd. Virðist allgamall, líkl. frá 18. öldseint; virðist útlenzkur að uppruna. 6782. 23/t Togkambar einir, nær eins, 1. (br.) 23 og 23,8 cin.; tannlengd um 16 cm. með bakkanum, sem þær eru negldar á og sem er 1,7—1,9 cm. að br. Á hvorum kambi eru 9 tindar eða tenn- ur; þær eru ferstrendar og frammjóar. Skaptið er á öðrum úr furu, 1. 8,3 cm , en á hinum úr eik, 1. 9,2 cm., 2,7—3 cm. að þverm., si- völ, tálguð. — Tennurnar hafa verið svertar með lakkfarfa nýlega. — Járnið (bakkinn), sem tennurnar eru negldar við, er negldur á annan enda skaptsins og gengur sami naglinn í gegnum miðtönnina og í gegnum skaptið endilangt. Sbr. nr. 3107, sem eru með svip- aðri gerð. — Nú eru togkambar lítið notaðir lengur. Þeir voru helzt hafðir til að kemba í þeim tog í þráð, sem sauma skyldi skinnklæði með. — Austan af Jökuldal. 6783. 23/t Jltaristafla, smíðuð úr furu, miðtafla með vængjum. Miðtaflan er 63 cm. að hæð og 92,5 cm. að 1. Framan á hana er negld strikuð og marmaramáluð umgjörð, bláleit, br. 4,5 cm., og er vængjunum fest við hana með járnlömum, sem ná nærri yfir þvera vængina. Vængirnir eru 53,5 og 54 cm. að hæð og um 42 cm. að br.; þeir eru með rauðleitri marmaramálningu að utan. Á miðtöfl- una er máluð herfileg kvöldmáltíðarmynd og á vængina eru málað- ar líkingarfullar myndir, kvenleg vera á annan, með sél á höfðinu, stjörnu í annari hendi, en nýmána í hinni; en á hinn vænginn er málaður skeggjaður maður með svarta bók undir annari hendinni, en reykelsisker i hinni. — Að líkindum er tafla þessi íslenzk og frá miðri 18. öld; mun vera sú »máluð vængjabrík«, sem sögð er í byskups-visitazíugjörð 2% 1758 vera yfir altari í Prestsbakka-kirkju í Strandasýslu, þaðan er þessi komin; í næstu visitazíugjörð á und- an, 1749, er hennar ekki getið. 6784. 3l/i Hnifblað úr járni með tanga, 1. blaðsins er 19 cm. og tangans 7; það er 2,3 cm. að breidd efst og gengur beint fram

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.