Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1916, Síða 34
34
miðju; er á hjörum, sem nú eru brotnar. Handarhald grænt, vafið
reyrbandi. Stútur nær beinn út og upp. Omerkt; líklega frá 18. öld.
6790. 25/2 Smástokkur með loki yfir, á vírhjörum og með vír-
króki, og okum, sem eru utanvið við gaflana. Sjálfur er stokkur-
inn eintrjáningur úr mahógní, 1. 11,4 cm., br. 7,7 og þ. (hæð) 1,8
cm., dýpt 1,3 cm. Lokið er úr eik, 1. 12,6 og br. 6,2 cm. Efnis=
þykt 4—5 mm. Dökkleitur og gamallegur. Fylgir honum sú sögn,
að síra Hallgrímur Pctursson í Saurbæ hafi smíðað hann. Stokkur-
inn sjálfur er fremur vel gerður, en lokið óvandaðra og kann að
vera eftir annan; enda virðist annað lok hafa verið á stokknum
áður; benda hjarirnar á það og göt eftir eldri hjarir. — Kann hafa
verið fyrir gleraugu.
6791. a5/2 Kavíupör, steypt úr silfri, hver stokkur sem odd-
myndaður skjöldur og kringt úr hornunum, rákóttur og hveifdur, 1. 2,8
og br. 2,7 cm. mest á hvorum stokk. Íslenzk og gamalleg.
6792. 25/2 Látúnshnappur með pressuðu verki, hálfkúlumynd-
aður, um 1,9 cm. að þverm.; útlendur að gerð en all-gamall.
6793. 2B/2 Olafur Björnsson ritstjóri, Reykjavík: Armstóll,
smiðaður úr bæki og málaður svartur, bak, fætur og seta laglega
bugótt, í skelstíl. Laus seta í með reyrneti neðst og útsaumuðum
dúk efst, uppdrátturinn blóm í umgjörð, í »regence«-stíl. Mun
danskur að uppruna og tilheyrði lengi Gesti skáldi Pálssyni;
síðan átti hann lengi faðir gefandans, Björn ritstjóri og ráð-
herra Jónsson. — Utsaumurinn líklega yngri en stóllinn, scm þó
er varla eldri en 40—50 ára. — Hæð setu 44,5 cm., baks 86 cm.,
setubreidd 53 cm.
6794. 8/3 KirkjukluLka steypt úr kopar, fremur bein upp,
þverm. efst um hettuna 14,6 cra., en niður við slaghringinn 20,9
cm; mest er þverm. neðst, 27 cm. Hæð 19,3 cm., auk krónunnar,
sem er liklega 7 cm. að hæð, en henni er fest í rambald úr furu
(1. 34 cm.) með lykkjum úr eir og járni. Umhverfis efst er letur*
bekkur með gotn. smáletri, stafhæð um 1,5—1,8 cm. og virðist þetta
vera letrað: Anno m d c help vns o goot min her vnd vorlat. —
Fyrir neðan fyrsta orðið er á klukkunni miðri skjaldarmerki Ham-
borgar, en fyrir neðan línuna er umhverfis röð af 14 skjöldum, og
virðast vera á þeim kringlur í miðju, en naglar og stengur út frá;
er þetta vafalaust skjaldarmerki Schaumborgar: netlublað þrískift
utan um lítinn miðskjöld og 3 naglar á milli hlutanna. — Var í
Fagraness-kirkju í Skagafirði.
6795. 8/b Kirkjuklukka, steypt úr kopar, lik að öllu nr. 6794;
þverm. efst 14,1 cm., neðst 24,4 cm., hæð 19,3 -J- 7 cm. Aletrun: