Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1916, Side 35

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1916, Side 35
35 anno. m dc. vns nv all(f) nvmincem her(?) h s; og verður þetta ekki ráðið, en virðist vera framhald áletraninnar á nr. 6794.1) Er þessi frá sömu kirkju og hafa þær heyrt saman frá upphafi. Skjaldar- merkin eru hin sömu á báðum, en Schaumborgar-skildirnir eru 8 á þessari og í sömu röð og þeir; næst Hamborgar-skildinum er skjald- armerki með potti, sem er með höldu yfir, eyrum beggja vegna og 3 fótum (?) undir; mun þetta vera merki klukkusteyparans og er sett fyrir neðan s í áletruninni, en h og s eru líklega upphafsstafir hans. — I báðum klukkunum er járnkengur með s-myndaðri lykkju í og hangir kólfurinn í henni. Báðar eru þær dálítið sprungnar. 6796. 23,/3 Hamól úr sútuðu leðri, 1. 29,7 cm., br. 9,2 cm., og steyptar koparhringjur í, br. 9,3 og 1. 3,4 cm., með 1 leðurmóttaki hvor. 1 miðri hringju er eirlykkja með koparliring í; í hann hefir verið bundið bandi því er halda skyldi áklæðinu. Annars vegar við hann hefir ístaðsólinni verið fest í. — Nú mun aflagt að ríða á hamól. 6797. 23/3 Hamól úr ósútuðu selskinni, 1. 28 og br. 6 cm., með koparhringjum í, og er bútur af móttakinu í annari; lykkjur og hringar úr, enda virðast hringjurnar gamlar, br. 9,6 og 1. 2,8 cm. 6798. 23/3 Hamól tvöföld, úr leðri og kópskinni 1. 29, br. 8,7 cm., með gömlum koparhringjum í og eru hringar í sjálfgerðum eyr- um á þeim; þær eru að br. 11 og !. 3,2 cm. 6799. 23/3 Beizlishöfuðleður úr ósútuðu leðri; br. kjálkólanna 2,1 cm., en ennisólar 1,5—1,8 em.; er henni brugðið gegnum eyrna- ádrættina og við enda hennar hefir kverkólinni verið fest. Á hana miðja er dregið ennislauf, steypt úr kopar, 1 5,4 cm., br. 4 cm.; það og ádrættirnir, sem eru 4,5 cm. að þverm., eru með sams konar verki, báróttir. Kjálkólunum er spent samah að ofan með lítilli kop- arhringju. Á þeim miðjum eru hjartamynduð smálauf, gagnskorin. Neðst á þeim eru 3 stokkar og hringja fyrir sviptina, sem járnmél- unum er fest í; ganga endar hennar undir stokkana; eru þeir steyptir úr kopar og hringjan sömuleiðis, og eru með skrautlegu, samkynja verki. Mélin eru með venjulegri gerð, um 13,5 cm. að 1 ; hringarnir 4,8 cm. að þverm. 6800. 23/3 Beizlishöfuðleður úr ósútuðu leðri, líkt nr. 6799 og eru kjálkólar jafnbreiðar, en af ennisól eru nú að eins smábútar eftir í eyrnaádráttunum, sem eru með fremur venjulegri gerð, steyptir úr kopar og gagnskornir, 5,2 cm. að þverm. Olunum er að ofan fest saman með dálítilli, ferhvrndri og fornlegri hringju, sem er ’) Þ. e. Hjálp oss ó guð minn hér og forlát oss nú allar skuldir hér(?). 5*

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.