Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1916, Side 39
39
kopar, kúpt og grafið á það blóm. Neðra borðið er flatt, og stenduf
fóturinn í gegnum það. íslenzkur, gamall, likl. frá 18. öld öndverðri.
6823. 12/5 Erfingjar Steinunnar Thorarensen í Reykjavík:
Innsigli með koparstétt kringlóttri, 2,3 cm. að þverm., og tréskapti
rendu, 1,3—3,1 cm. að þverm.; 1. 8 cm. Á því eru staflrnir G. Th.
samandregnir í miðju og bogadrættir umlivcitis. Liklega innsigli
séra Gísla í Odda Þórarinssonar. Virðist munu vera frá ofanverðri
18. öld.
6824. 12/b Sömu: Innsigli með koparstétt kringlóttri, 2,2 cm.
að þverm., og tréskapti rendu, svörtu, r,2—3 cm að þverm. Lát-
únshólkur með útrensli gengur upp á skaptið og er stéttin, 0,4 cm.
að þykt, áföst við hann að neðan. L. alls 8,3 cm. Á stéttinni
miðri er sléttur og aflangur, ferhyrndur flötur, og grafnir í hann
stafirnir S. Th. með gotnesku lagi. Umhverfis eru smárúður á stétt-
inni. Virðist vera frá þvi um miðja síðustu öld og er líklega inn-
sigli séra Sigurðar í Hraungerði Thorarensen, er var sonur séra Gísla
í Odda (sbr. nr. 6823) og faðir séra Stefáns á Kálfatjörn (sbr. nr. 6825).
6825. 12/5 Sömu : lnnsiglisstétt, steypt úr kopar og rend, með
skrúfu upp úr, sem gengið hefir upp í tréskápt. Hún er sporöskju-
löguð, þverm. 2,3—2,8 cm., þ. 0,3 + 0.6 + 1,5 (fótur og skrúfan) cm.
Á hana er grafið skjaldarmerki Thorarensens ættar, ísbjörn (hér sitj-
andi) hvítur í blám feldi og hálfur ísbjörn upp af hjálminum; snúa
báðir til hægri1). lllómbönd eru út frá hjálminum og niður með
skildinum, sem er þríhyrndur. Stafirnir S. S.—Th eru fyrir ofan
merkið, upphafsstafir séra Stefáns Sigurðssonar Thorarensen, prests
á Kálfatjörn (sbr. nr. 6823—24).
6826. 12/5 Sömu: Innsigli steypt úr kopar, stéttin, og sett á
rent tréskapt, svart, líkt nr. 6824. Stéttin er að þverm. 1,9—2,5
cm. og skaptið 1,1—3,4 cm., en lengdin er alls 8,9 cm. Á stéttina
er grafið með smáu skrifletti, líklega af Árna Gíslasyni, leturgrafara
i Reykjavík, St. J. Thorarensen, og munu upphafsstafirnir vera Stein-
unnar Járngerðar, er innsiglið átti, konu séra Stefáns á Kálfatjörn
Thorarensen (sbr. nr. 6823—25).
6827. 12/5 Sömu: Landslagsmynd saumuð með margvíslega
litu silki á hvítan silkidúk, kringlótt, 10 cm. að þverm. Hefir verið
í umgjörð, sem nú vantar, en bakið, kringlótt bækishúfa, er með og
stendur aptan á því I: Sivertsen 1806, líklega nafn Járngerðar, dótt-
ur Bjarna kaupmanns Sigurðssonar (Sivertsen) í Hafnarfirði; hún var
*) Þetta er skjaldarmerki Björns Þorleifssonar á Skarði (frá lí/6 1457) og
hans ættar.