Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1916, Page 40

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1916, Page 40
40 fædd 1788 og kann vel hafa sauinað þetta 1806; d. 18241). Saum- urinn er prýðisgóður; rayndin sýnir fornar hallarrústir raeð brotnum súlum og bogagöngum, og tré, sem breiða blöð sín yfir. 6828 a—b. u/5 Stólcir 2, smíðaðir úr mahógní í »empire«-stíl, með fremur venjulegri gerð að mestu leyti; fætur sléttir, ferstrendir, niðurmjóir, þeir optri bognir aptur. Bakið nær beint upp, með 3 útskornum »pílárum« (rimum) í; hæð baksins (alls, frá gólfi) 85,5 cm. — Seturnar eru nú með stálfjöðrum og krulluðu hári, klæddar rósofnum dúk nýlegum, en ekki verður séð af þeim, hversu þær hafi verið í fyrstu. — Líklega danskir að uppruna og hefir Bjarni kaupmaður Sigurðsson (Sivertsen) í Hafnarfirði fengið þá ytra, lík- lega nýja, en síðan hafa þeir verið í hans ætt. Sbr. nr. 6838 a—f. 6829. 14/5 Peningakistill smíðaður úr furu, allur útskorinn og skrautlega málaður, 1. 44,3, br. 26,4, h. undir lok 20,9 cm. Lok og botn taka dálítið út fyrir. Ofan á lokið er fest útskornum blómum og upphafsstöfunum / S D í miðju. Innan á lokið er málað blóm. Okar eru undir endum loksins og járnlamir, 16,8 cm. langar, eru innan á því. Á framhlið og apturhlið er útskorið og málað blómskraut, helzt í »barokk«-stíl. Stór járnskrá er í framhlið og lauf fyrir, en fyrir neðan það er málað og skorið ártalið 1780. Gaflar eru tvöfaldir og eru ytri fjalirnar útskornar og gagnskorin hjartamynduð blóm á, skrautlega málaðir; þeim má kippa upp og siðan draga skúffu út úr hvorum enda; eru þær 5,3 cm. að hæð og ná saman í miðjum kistli, en þó fjöl í milli; botninn vantar í aðra; botninn í kistlinum er tvöfaldur og skúffurnar í milli. Kistill þessi hefir verið hinn vandaðasti smíðisgripur. Hann hefir síðast tilheyrt Steinunni Thorarensen, ekkju síra Stefáns á Kálfatjörn. 6830. 14/5 Mynd, teiknuð með svartkrít og blýanti á hvítan pappír, ávextir og blóm ; ágætlega gert. St. 21 X 27 cm. í brúnni og gyltri umgerð, br. 5 cm. Sbr. 6831. 6831. 14/5 Mynd af stúlku, teiknuð sem nr. 6830; st. 24 X 19 cm. I likri umgerð og nr. 6830, br. 4 cm. — Nafnið Malvina er skrifaö undir. Báðar þessar myndir, 6830—31, munu vera eftir Rannveigu J. M. Sivertsen, systur Steinunnar J. Thorarensen, er átti þær. Sbr. nr. 4242. 6832. 16/5 Rannveig Egilson, frú í Hafnarfirði: Riddarakross dannebrcgsorðunnar úr gulli, smeltur, með venjulegu lagi, en óvenju- lítill, krossinn sjálfur að 1. 11 og br. 9 mm. Nafndráttur Friðriks 6. (F R VI samandr.) er yfir og kóróna þar yfir. Krossinn er á *) Sbr. Sýslum.æfir IV. 183.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.