Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1916, Page 42

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1916, Page 42
42 sonarsonardóttir hans, frú Rannveig Egilson, átti þá síðast. — Setan er klædd brúnum vaxdúki, og er með stálfjöðrum á 4, en 2 eru fjaðralausir; allir að því leyti umbreyttir frá þvísem þeir hafa verið í fyrstu. 6839. 24/5 Eiríkur Briem pröfessor, Reykjavík: StoJckur, út- skorinn úr birki af Gunnlaugi sýslumanni Briem, sem lærði útskurð- arlist og myndasmíði í Kaupmannahöfn 1788—1795, — föðurfaðir gefandans. Stokkurinn er ferstrendur eintrjáningur, 1. 22,9 cm., 4,9 að br. og 3,4 að hæð, eintrjáningur, boginn fyrir báða enda ogmeð dragloki, sem gengur út frá annari hliðinni. A báðar hliðar eru útskornar greinar með upphleyptu verki, og er ártalið 1803 á skildi á miðri framhlið. A botninn er skorið með skrifletri: Sí E. Guð* brandsson, þ. e. séra Einar, seinna prestur að Hjaltabakka og síðast að Auðkúlu, bróðir Gunnlaugs; d. 1842. A annan enda er skorið: IN SECUNDIS TIME, en á hinn: IN ADVERSIS SPERA. Á lokið er skorið: PARCE GAUDERE OPORTET, ET SENSIM QVERI: TOTAM QVIA VITAM MISCET DOLOR ET GAUDIUM. Neðan á lokið er skorið með skrifletri: I mína minníng / G. Briem (G og B samandr.). Stokkurinn er snildarvel skorinn og að öllu hinn vand- aðasti gripur. 6840. 27/5 Hornskápur mikill, smíðaður úr furu og er nú allur eikarmálaður; h. 221,5 cm. með burst og lágum fótum. Br. á fram- fleti 63 cm., á skáflötum út frá honum 19,5 cm., en veggfletirnir eru að br. 63 cm. Skápurinn er í tvennu lagi, og er undirskápurinn 89 cm. að hæð. Fyrir hvorum parti er hurð með einu spaldi í umgerð. Undir bríkinni uppi yfir er útstandandi brún með tannlista. Á mjóu flötunum eru bæði á undirskáp og yflrskáp upphækkaðir, strikaðir fletir, 10 cm. breiðir, og tigull uppi yflr þeim. Hvor hurð læst með skrá. I yfirskápnum eru 4 hyllur iog 2 skúffur undir þeirri neðstu; í undirskápnum er 1 hylla. Skápurinn er nú hvítmálaður að innan. Hann er að líkindum smíðaður hér i Reykjavík eða í Laugarnesi; er sagður vera úr búi Steingríms byskups Jónssonar. 6841. 27/s Kista, smíðuð úr furu, með kúptu loki, niðurmjó; h. undir lok 52,5 cm., 1. efst 110 cm., neðst, niður við botninn, 108 cm. Br. efst 53,5 cm., neðst 47 cm. Lokið er 113 cm. að 1. og 58 að breidd eptir bungunni; okar undir endum, og hvíla þeir hálflr á göflunum. Skrá í framhlið. Járnhöldur á göflum. Handraði, nú loklaus í vinstri enda. Að innan er kistan klædd grænum og fjólu- bláum veggjapappír; að utan máluð dökkgræn, og rauð á göflum við brúnir. Á framhlið neðarlega er málað með rauðu ANNO 1761,

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.