Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1916, Qupperneq 44

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1916, Qupperneq 44
44 aná, 5 cm. breiðri, og gyltri brún yfir, sem er 4,5 cm. að þykt og tekur allmjög fram yfir. Kristsmynd er máluð á að framan og er málverkið innan umgjarðar 71,5 cm. að h. og 1 m. að br. Krists- myndin er brjóstmynd og heldur hann á kaleik (»hins nýja sátt- mála«). Hann stendur í bogadyrum, er svart á bak við hann, en grænt umhverfis bogann. Svipurinn er einkennilegur og myndin viðvaningsleg, en ekki að öllu leyti illa gerð. — Kyrtill rauður, kápa hvítleit; kaleikurinn brúnleitur. Virðist varla eldri en frá fyrri helmingi síðustu aldar. — Var í Garðskirkju í Kelduhverfi, en þótti nokkuð skemd (sprungin og rispuð) og gerði Sveinungi málari Svein- ungason á Lóni þá töflu, sem nú er í Garðskirkju, eptir þessari ; sömuleiðis þá, sem er í Þóroddsstaðarkirkju. — í Saurbæjarkirkju á Kjalarnesi er sama mynd, og er sú tafla gefin kirkjunni af Þórði Olafssyni, bónda í Saurbæ, árið 1836. Liklega eru þær málaðar er- lendis; sennilega eftirmyndir. 6846. % Eggert Konráðsson, Haukagili í Vatnsdal: Kljásteinn úr grágrýti, nokkuð hálfkringlumyndaður, 1. 10 og br. 8 cm., þ. mest 4,5 cm.; þyngd 490 gr. (tæpt pund). Gat borað á miðju, þrengst í miðjum steini, en fiáir mjög til beggja hliða. — Fundinn á Haukagili í jörðu. 6847. 10/6 Ljósberi úr járnblikki, sívalur, 14,5 cm. að þverm., jafnvíður allur, nema efst er keilumyndaður toppur og hringur efst á honum; hæð 23 + 9 cm., og smálykkja og hringurinn að auki. Hurð á hjörum er fyrir, en læsingin biluð. Kertispípa á miðjum botni. Ljósberinn er allur gagnstunginn reglulega og skrautlega, með bekkjum eða röndum á ská. — Sbr. F. B. Wallem, Lys og lysstel, Kr.a 1907, s. 21 og 48. mynd. — Þessi virðist vart eldrú en frá 17. öldinni. — Ilann er frá Sauðlauksdals-kirkju.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.