Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1919, Síða 10

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1919, Síða 10
6 girnisstrengi hafa verið gerða hjá föður sínum. Girni úr gamalám var best. Garnirnar voru hreinsaðar og stroknar. Jón kvað hafa verið snúið upp á þær með snældu, en ekki kannast Jakob við það, en segir, að þær haíi verið undnar upp á snældu. Þær voru strengd- ar upp við þurk og hertar. — Girni kváðu þeir og hafa þótt gott í rokksnúrur. — Jón kvað og sinar úr stórgripum hafa verið hafðar í strengi, klofnar, en ekki man Jakob eftir því. Svo lýsti Jón þessari fiðlu Sigurðar bróður síns, að hún hefði verið með botni, en Jakoh man ekkert um það; enginn stóíl hefði verið á henni; sama segir Jakob A yfirfjölinni hefði verið hjarta-myndað op, og broddurinn á því snúið til vinstri. Hausinn kvað hann hafa verið með fjórum skrúfum og líkan hausum á langspil- um, snúinn upp. »Hún var mjórri í vinstri endann, og þó allstaðar rjettur ferhyrningur í þverskurð«, sagði Jón Hann kvað og að hún hefði verið dregin með Lrosshársboga, er verið hefði eins og lang- spilsbogi, og hefði Sigurður einnig smíðað bogann sjálfur. Svo lýsti Jón því fyrir mjer, hversu leikið var á fiðluna: »Hún var lögð á borð og sneri mjórri endinn til vinstri, en dregið var með hægri hendí, — með boganum, rjett við breiðari gaflinn, 2—3 þumlunga frá honum, og stutt á næsta strenginn með fingrunum á vinstri hendinni. Handarbakinu var snúið að henni og strengurinn snertur með fremstu kögglunum á fingrunum; hendinni var haldið nokkurn veginn beinni, og gómunum snúið upp«. Þetta segir Jakob alt rjett vera. Jón ætlaði, að Siturður bróðir sinn hafi spilað á fiðlu þessa fram um 1860; kvað hann hafa druknað á vertíðinni 1866. Jón var fæddur 14. des. 1845 og dó 10. mars 1910. Jeg mun hafa skrifað upp lýsingu hans á fiðlu og fiðluleik Sigurðar sái. bróður hans um 1908. Sjera Bjarni Þorsteinsson getur þess á bls. 71 í inngangi bókar sinnar um »íslenzk þjóðlög*, að gömul kona hafi sagt Stefáni Er- iendssyni, þeim er sjera Bjarni fjekk fiðluna hjá og mestan fróðleik- inn um fiðlarana í Kelduhverfi um 1840—50, að einn þeirra hafi heitið Sveinn Þórarinsson; »var hann lengi skrifari hjá Pjetri amt- manni Havsteen á Friðriksgáfu, og dó Sveinn þessi á Akureyri ná- lægt 1870. Hann var maður listfengur og hafði leikið mjög vel á fiðlu; hefur hann að öllum likindum haft hljóðfærið með sjer að austan til Eyjafjarðar og er ekki ósennilegt, að þar kynnu að finn- ast menn, sem myndu Svein þennan og fiðlaspil hans« Meðal ýmissa mynda eftir Sigurð málara Guðmundsson, sem nú tilheyra Þjóðminjasafninu, er mynd sú af fiðlu, sem birt er hjer með grein þessari. Sigurður hefur skrifað við mynd sína, er hann hefur dregið sjálfur: »Fiðla, frá Möðruvöllum í Hörgárdal, nýleg;

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.