Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Page 67

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Page 67
67 sennilega enn eldri og hellarnir, sem hann hefur verið kenndur við, tveir eða fleiri. Hellar í Flóa eru nefndir í eldri skjölum, máldaga fyrir Gaulverjabæjar-kirkju, sem er ætlaður vera frá 1331J); er nafn- ið þar rétt: »Hella« (þolf. í flt.); og öðrum, nær samhljóða, sem tal- inn er vera frá 1356; þar er nafnið ritað Hellir (eint., þolf. eða nefnif.)1 2), sem er merkilegt og virðist benda til að bærinn muni í fyrstu hafa heitið svo, áður en fleiri hellar voru gerðir þar. — Ranga nafnið, Hellur, kemur fyrir í máldaga Gaulverjabæjar-kirkju frá því um 15003). — Er sama að segja um þennan bæ og Hella á Landi, að hann er eftir þessu frá 14. öld að minnsta kosti, og að vísu 600 ára, en getur verið enn eldri. Er þannig fengin vissa fyrir því af rit- um, að manngerðir hellar hafa verið til á Rangárvöllum á 12. öld, í Flóa snemma á 14. öld og á Landi seint á 14. öld. Er þetta ærið hár aldur og elztu hellar eftir þessu miklu eldri að líkindum, en nokkur hús, sem nú eru ofanjarðar hér á landí. Ártöl og aðrar áletranir gefa nokkra bending um aldur þeirra, einkum að því leyti, að þeir muni ekki vera yngri en elztu ártölin í þeim benda til, en að sjálfsögðu kunna sumir að vera eldri. Hér munu engin ártöl vera til í áletrunum á steinum eða tré eldri en frá 16. öld og yfirleitt sjaldséð hér eldri ártöl, nema í bókum. Búmerki, bandrúnir og rúnaletur er lítið um frá 1400, og það sem finnst af slíkum ristum annars staðar en á bókum, innsiglum og legsteinum, er flest eða nær allt yngra. — Ártölin á hellunum eru frá 17.—19. (20.) öld, síðustu öldunum, þeim tímum, sem menn vita að hellar hafi verið gerðir á. Af þessum gögnum gæti mönnum komið til hug- ar, að sumir hellar séu að sönnu frá fyrri öldum og sumir frá hin- um síðustu, en engir frá miðöldunum, heldur hafi hinir fornu hellar þá lagzt niður sumir og fyllzt af mold; en það væri hæpið að álykta svo og er sízt fyrir það synjandi, að hellar hafi verið gerðir hér við og við á öllum tímum. Hugmyndir þeirra Brynjúlfs Jónssonar og Einars Benediktssonar um mannavizt í hellum þessum áður en land byggðist hér á land- námsöld, gefa tilefni til að ræða nokkru frekar um notkun hellanna, sérstaklega til íbúðar, en gert er í skýrslunum hér að framan. Eins og þær bera með sér, og skýrslurnar í sóknalýsingunum sömuleiðis, eru langflestir hellanna nú notaðir fyrir sauðfé (ær og lömb)4). — 1) ísl. fombrs. II., bls. 671. 2) S. st. III., bls. 114. 3) ísl. fornbrs. VII., bls. 454. 4) í Meíri-Tungu er stekkhellir. 5*
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.