Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Blaðsíða 67
67
sennilega enn eldri og hellarnir, sem hann hefur verið kenndur við,
tveir eða fleiri. Hellar í Flóa eru nefndir í eldri skjölum, máldaga
fyrir Gaulverjabæjar-kirkju, sem er ætlaður vera frá 1331J); er nafn-
ið þar rétt: »Hella« (þolf. í flt.); og öðrum, nær samhljóða, sem tal-
inn er vera frá 1356; þar er nafnið ritað Hellir (eint., þolf. eða
nefnif.)1 2), sem er merkilegt og virðist benda til að bærinn muni í
fyrstu hafa heitið svo, áður en fleiri hellar voru gerðir þar. — Ranga
nafnið, Hellur, kemur fyrir í máldaga Gaulverjabæjar-kirkju frá því
um 15003). — Er sama að segja um þennan bæ og Hella á Landi,
að hann er eftir þessu frá 14. öld að minnsta kosti, og að vísu 600
ára, en getur verið enn eldri. Er þannig fengin vissa fyrir því af rit-
um, að manngerðir hellar hafa verið til á Rangárvöllum á 12. öld, í
Flóa snemma á 14. öld og á Landi seint á 14. öld. Er þetta ærið
hár aldur og elztu hellar eftir þessu miklu eldri að líkindum, en
nokkur hús, sem nú eru ofanjarðar hér á landí.
Ártöl og aðrar áletranir gefa nokkra bending um aldur þeirra,
einkum að því leyti, að þeir muni ekki vera yngri en elztu ártölin í
þeim benda til, en að sjálfsögðu kunna sumir að vera eldri. Hér
munu engin ártöl vera til í áletrunum á steinum eða tré eldri en frá
16. öld og yfirleitt sjaldséð hér eldri ártöl, nema í bókum. Búmerki,
bandrúnir og rúnaletur er lítið um frá 1400, og það sem finnst af
slíkum ristum annars staðar en á bókum, innsiglum og legsteinum,
er flest eða nær allt yngra. — Ártölin á hellunum eru frá 17.—19.
(20.) öld, síðustu öldunum, þeim tímum, sem menn vita að hellar
hafi verið gerðir á. Af þessum gögnum gæti mönnum komið til hug-
ar, að sumir hellar séu að sönnu frá fyrri öldum og sumir frá hin-
um síðustu, en engir frá miðöldunum, heldur hafi hinir fornu hellar
þá lagzt niður sumir og fyllzt af mold; en það væri hæpið að álykta
svo og er sízt fyrir það synjandi, að hellar hafi verið gerðir hér við
og við á öllum tímum.
Hugmyndir þeirra Brynjúlfs Jónssonar og Einars Benediktssonar
um mannavizt í hellum þessum áður en land byggðist hér á land-
námsöld, gefa tilefni til að ræða nokkru frekar um notkun hellanna,
sérstaklega til íbúðar, en gert er í skýrslunum hér að framan. Eins
og þær bera með sér, og skýrslurnar í sóknalýsingunum sömuleiðis,
eru langflestir hellanna nú notaðir fyrir sauðfé (ær og lömb)4). —
1) ísl. fombrs. II., bls. 671.
2) S. st. III., bls. 114.
3) ísl. fornbrs. VII., bls. 454.
4) í Meíri-Tungu er stekkhellir.
5*