Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 04.01.1986, Side 3

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 04.01.1986, Side 3
KÚABÓT I' ÁLFTAVERl I 35 honum. Fjarlægð frá miðlínu 2,40 m, cn frá útvegg 0,10 m. Fjarlægð frá BSiI (setbreiddin) 1,58 m. Næsti stafur, BSúII, hcfur staðið í samskonar þró, 1,83 m austar eða 3,51 m frá þili. Mál þróarinnar eru 0,24 x 0,16 m og srafurinn gæti hafa fyllt út í hana. Að stafnum hefur verið raðað steinum. Fjarlægð frá miðlínu er 2,42 m, frá útvegg 0,08 m og frá BSiII 1,55 m. Næsti stafur hefur staðið í samskonar þró, svo scm 0,20 m djúpri og með hellublöðum í botni. Stafurinn, sem merktur cr BSúIII var 1,46 m austan við BSúII, eða 4,97 m frá þili, 2,34 m frá miðlínu, 0,11 m frá útvegg, fjarlægð frá BSiIII, setbreiddin, er 1,47 m. Hafi stafurinn fyllt út í þróna, sem hann stóð í, hefur þvermál hans verið 0,33 m A-V og 0,20 m N-S. Næsti stafur, BSúIV, hefur ekki staðið í þró, en þar sem hans var að vænta eru steinar í gólfi, sem benda eindregið til að þar hafi stafurinn verið. Pá eru málin þessi: Frá BSúIII 1,63 m eða frá þili 6,60 m, frá miðlínu 2,25 m og frá útvegg svo sem 0,13 m og setbrciddin 1,37 m. Öll eru þessi mál ónákvæm og gildleiki stafsins með öllu óþekktur. Næsta stafs, BSúV, mátti vænta þar á móts við, sem gólfið mjókkar og einmitt þar eru steinar á setinu út við vegg á líkan hátt og eru undir BSúIV. Ut frá þeim má ráða í mál stafsins BSúV. Fjarlægð frá næstu stoð 1,80 m eða frá þili 8,40 m, frá miðlínu 2,25 m og frá útvegg um það bil 0,15 m. Þá fæst setbreiddin 1,67 m. Gildleiki stafsins er óþekkt- ur og öll mál ónákvæm. Loks var að vænta stafs í SA-horni B enda er þar vænn steinn, sem ætla má að hafi verið settur undir staf. Þá má gera ráð fyrir að mál frá BSúVI hafi verið þessi: Fjarlægð frá næsta staf 2,64 m eða frá þili 11,04 m og frá miðlínu 1,96 m, frá suðurvegg 0,19 m og frá BSiVI 1,18 m hafi sá stafur staðið vestan við kamphornið, en 1,41 m ef hann hefur staðið norðan við það. Auðvitað eru þessi mál ótraust og ekki verður ráðið í gildleika hornstafsins. Hér að framan hefur vcrið leitast við að lýsa flestu því, sem athygl- isvcrt hcfur þótt í skálatóttinni (B) og fylgja hér á eftir fáein ályktun- arorð. Gólfinu hefur verið lýst nokkuð hér á undan. Austast er það sem framhald af gólfi í stofudyrum og álíka breitt og það, úr venjulegri harðtroðinni gólfskán, grárri, og voru engin kol í henni. Það er augljóst að ekki hefur eldur verið kyntur á þessu gólfi, enda sáust þess engin önnur merki og ekkert eldstæði var þar að finna. Austast var gólfið um 0,85 m breitt, en þegar kom nær 3 m frá stofúdyrunum breikkaði það og var úr því nálægt 1,25 m brcitt vestur að þili. Báðum megin gólfsins voru pallar rnilli þess og veggjanna allt að 0,45

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.