Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 04.01.1986, Blaðsíða 18

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 04.01.1986, Blaðsíða 18
50 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Pegar hús þetta var grafið upp komu í ljós slitur af koladrefjum eða mjög þunnu gólfi, sem hér hefur verið nefnt gólf I, á milli dyra og eld- stæðis. Suðurjaðar þess var um 0,20 m sunnan línu frá syðri dyrakampi eða syðri hlóðasteini. Suðurjaðar þess er beint uppi yfir suðurjaðri kola- gólfsins í gólf II, en norðurjaðarinn var mjög óljós, enda virtist sá hluti gólfs þessa hafa skolast burt. Á milli þessara gólfleifa og aðalgólfsins (gólfs II) var þunnt svart sandlag eða öllu heldur eldfjallaöskulag. Gólf I náði ekki alveg austur að eldstæðinu, en að vestan hélt það áfram allan rangalann og náði raunar suður öll göngin (E), en varð óljóst og hvarf þegar að forstofunni kom. Alls staðar var undir því sandlag, en undir því sandlagi skýrt gólf í auðsénum tengslum við hellulagnir, stoðasteina og veggi. Trúlegt er að þetta efra lag hafi myndast eftir jökulhlaup það, sem eyddi bæinn, líklega þegar hann var tæmdur og rifinn. Pað er hvergi í sambandi við eldleifar og mun vart tákna búsetu. Af því sem að framan greinir má telja víst að trégólf eða pallur hafi verið í sunnanverðu húsi F og ef til vill einnig í norðurenda. Syðri pallur hefur verið að lengd nálægt 3,10 m frá austri til vesturs (breidd hússins innan stoða) og að breidd 2,00 m frá suðurgafli til miðgólfs. Kolagólfið eða miðgólfið á milli dyra og eldstæðis hefur ekki verið mjórra en 1,50 m og er nokkurn veginn skýrt afmarkað, nema helst að norðan. Nyrðri pallur gæti hafa verið allt að 3,20 m langur frá austri til vesturs og nær 2,20 m breiður. Pessi mál á norðurpalli eru þó mjög óviss, þar eð vatn hafði slævt öll ummerki. Pá ber einnig að hafa í huga að stórt eldstæði krefst auðtekins eldiviðar og má gera ráð fyrir að hann hafi verið tekinn inn um norðurgafl og líklega hefur verið haft eitthvað tiltækt af eldsmat í þeim enda hússins þegar ofninn var kyntur.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.