Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 04.01.1986, Blaðsíða 22

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 04.01.1986, Blaðsíða 22
54 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS taldi hann að trégólfið hafi verið í svipaðri hæð og yfirgerð augans, sem áður var minnst á. Stórt steinker var norðarlega við vesturvegginn, (sjá fundaskrá nr. 4012). Sé þetta hús salerni og þetta stóra ker staðsett í því, þá er freist- andi að halda að það hafi þjónað einhverjum þeim athöfnum sem þar fóru fram. H (eldhus) Austast í bæjarröðinni var tótt, sem sneri norður-suður og líklegt að timburgafl hafi verið fram á hlað. Veggir voru hlaðnir úr hraungrjóti en aðeins voru eftir um 0,7 m af hleðslunni. Húsið var um 3 m á breidd og kringum 7 m á lengd, en þó var erfitt að sjá hversu langt það náði til suðurs. Norðurgafl hafði eyðilagst af vatnsrennsli. í tóttinni var vatnsborinn sandur, en í honum skaraðar þakhellur. Stoðasteinar voru fjórir hvorum megin með langveggjum. Gólfið var ákaflega óslétt, flekkótt og lagskipt með kolalögum, ösku og mold. Yfir gólfinu var athyglisvert lag, sem trúlega hefur verið setlag cftir flóð. Gólfið var ekki nema 0,33 m hátt eða nokkru lægra en gólfið í skálanum. Lokræsi hefur verið í gólfinu og endaði það við vesturvegginn og varð ekki frekar greint. Eldstæði hefur verið við austurvegginn en það var öskuflekkur sem var eins og í laut, sem þó var ekki hlaðin. Efst í flekknum var 0,05 m þykk ljós aska og undir því lagi 0,06 m þykkt lag af kolum, sóti og öskuflikrum. Þetta eldstæði taldi Gísli vera aðaleld- stæði húsanna þar sem matargerð hefur að mestu farið fram eins og hann komst sjálfur að orði í dagbók. Austur frá austurkampi þessa húss var hlaðinn veggur til austurs allt að húsagarðinum, en hann var raunar víða eyðilagður af vatnsrennsli. Veggur þessi var tæpur metri á þykkt og hlaðinn úr torfi og grjóti. Vel gæti hafa verið hlið á honum uin 1 m vestan við húsagarðinn.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.