Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Blaðsíða 64
68
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
mín er, að syðra eldhúsið hafi verið af veraldlegum toga, en það nyrðra
verið af trúarlegum toga. Hversdagsmatur hefur verið soðinn/þurrkað-
ur/reyktur eða tilreiddur í syðra eldhúsinu. Hátíðamatur, vegna trúar-
legra eða annarra hátíða, hefur hins vegar verið soðinn eða tilreiddur á
annan hátt í því nyrðra. Norður af skálanum og herbergi I var kumlið, rétt
utan við túngarðinn.
Andstæðurnar eru mismunandi virkar á mismunandi stigum eða plön-
um og með mismunandi andstæðum hverju sinni, m. ö. o. þær eru af-
stæðar. T. d. geta andstæðurnar einka - opinbert eða inni - úti miðast við
skálann, bæjarstæðið, dalinn, fjörðinn eða landið. Sú staðreynd að ég hef
sett neyslu í sama dálk og karlinn, þýðir ekki að hann framleiði ekki. Allt
fer það eftir því á hvaða sviði við erum í athugun okkar á þeim sambönd-
um, sem við viljum athuga hverju sinni. Hér skipta mestu máli félagsleg
tengsl innan takmarka bæjarstæðisins. Ef við víkkuðum sviðið, t. d. til
dalsins alls, myndi niðurröðun andstæðnanna örugglega líta öðru vísi út.
Hin rúmslega skipan Granastaða
Það er ekki einvörðungu skálinn sem gefur okkur mynd af félagslegum
tengslum og samskiptum. Allt skipulag rýmis í bænum hefur að geyma
upplýsingar í þessum efnum. „... reglur sem endurspegla félagslegt skipu-
lag/kerfi ákvarða oft staðsetningu og stefnu bústaða, hvernig bústöðum er fyrir
komið írýminu." (Gron 1991:105).
Flestar rúmslegar rannsóknir á bústöðum hafa verið gerðar á þorpsam-
félögum, þ. e. a. s. mörgum bústöðum á takmörkuðum fleti. Ef þorpin eru
hringlaga, þ. e. a. s. með bústöðum í hring utan um torg og einum bústað
þar í miðjunni, þá er yfirleitt talið að bústaðurinn í miðjunni hafi hæstu
virðinguna og þar er valdið. Ef þorpin eru U-laga, er það oftast bústað-
urinn þar sem armarnir mætast, sem hefur hæstu virðinguna og vaidið.
Bæði þessi form eru talin gefa vísbendingu um stéttskipt samfélag, með
höfðingja, sem gerir stöðu sína útávið sýnilega.
Einnig eru til þorp sem skipulögð eru í hring eða sporöskjulaga án bú-
staðar í miðjunni. Þá er talað um að slík skipan sé í eðli sínu stéttlaus.
(Gron, 1991:108. Nordbladh og Rosvall 1978:132).
Þó svo að ekki sé hægt að skírskota beint til bæjarsamfélaganna og yfir-
færa niðurstöður yfir á sjálfstæða bóndabæi eins og Granastaði, ættu þó
einhverjar niðurstöður að vera nýtanlegar fyrir bóndabæi. Sérstaklega tel
ég að sambandið á milli bústaða, gripahúsa og annara útihúsa á bóndabæ
sé mikilvægt í þessu samhengi.