Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Blaðsíða 160

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Blaðsíða 160
164 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS það framan af árinu að undirbúa opnunina. Nesstofa var máluð að utan og að hluta til að innan einnig. Velja þurfti muni til sýningar og setja upp sýningu með textum og öllu sem því tilheyrir. Þá var útbúinn og prentaður kynningarbæklingur um safnið. Safnið var opnað með hátíðlegri athöfn föstudaginn 10. júlí 1992. Menntamálaráðherra opnaði safnið að viðstödd- um tæplega 200 gestum, en auk hans fluttu stutt ávörp Guðmundur Magnússon, þjóðminja- vörður, og Kristinn Magnússon, forstöðumaður. Þó svo að safnið væri ekki formlega opnað fyrr en í júlímánuði urðu heimsóknir í safnið á fyrri hluta ársins allnokkrar. I tilefni af alþjóðlegum safnadegi 18. maí voru mörg söfn á Islandi kynnt sérstaklega. Nes- stofa var engin undantekning og komu um það bil 100 gestir að skoða safnið og tókst kynn- ingin á safninu í alla staði vel. Mikið og gott samstarf hefur verið milli safnsins og Félags áhugamanna um sögu læknis- fræðinnar. Stjórnarfundir félagsins eru venjulega haldnir í húsakynnum safnsins og situr for- stöðumaður þá. Forstöðumenn tveggja erlendra lækningaminjasafna heimsóttu Nesstofusafn á árinu: Inger Wikström-Haugen, forstöðukona lækningaminjasafnsins í Gautaborg og Dr. Christa Habric, forstöðukona lækningaminjasafnsins í Ingolstadt í Þýskalandi. Vert er að nefna enn einn gest sem kom erlendis frá. Hann er Karl Heinz Opolony sem er þýskur for- vörður, sem sérhæfir sig í viðgerð lækningamuna og hefur starfað við lækningaminjasafnið í Ingolstadt. Á árinu 1992 gerðist Nesstofusafn aðili að Evrópusambandi lækningaminjasafna (Europ- ean Association of Museums of History of Medical Sciences). Fjöldi sýningargesta, frá því safnið opnaði 10. júlí, var 707 gestir en ætla má að á þriðja hundrað gestir hafi heimsótt safnið fyrir formlega opnun. Gerð var tilraun með heimsóknir skólahópa í októbermánuði. Það voru nemendur í átt- unda og níunda bekk Valhúsaskóla sem heimsóttu safnið. Voru þessar heimsóknir mjög lær- dómsríkar og verður hægt að byggja á þeirri reynslu sem af þeim hlaust við móttöku skóla- fólks í framtíðinni. Smæð sýningarhúsnæðisins í Nesstofu takmarkar mjög alla verkefna- vinnu slíkra hópa á staðnum. Alls bættust 211 ný safnnúmer í Nesstofusafn á árinu 1992 og voru munirnir hinir fjöl- breyttustu. Má þar nefna stólpípu og tvö nuddtæki úr eigu Guðbjargar Narfadóttur, sem Vil- hjálmur Rafnsson, læknir, gaf, nokkra lyfseðla frá því fyrr á öldinni, sótthreinsunarofn o.fl. Munir í Nesstofusafni voru 4.328 við áramótin 1992/1993. Á árinu var unnið að merkingu og skráningu muna safnsins. Skráðir voru þeir munir sem voru óskráðir frá fyrri tíð, alls 43 númer, auk þeirra muna sem bárust á árinu. Ekki tókst þó að merkja og skrá þá muni sem komu frá Tilraunastöð Háskóla Islands í meinafræði fyrir lok ársins. Hafist var handa um að tölvuskrá muni safnsins. Notað er tölvuforrit sem hannað hefur verið á Þjóðminjasafni Islands. Eins og eðlilegt er hafa smávægilegir byrjunarörðugleikar tafið verkið. Búið er að skrá á annað hundrað númer. Jón heitinn Steffensen ánafnaði Læknafélagi Islands stórum hluta eigna sinna með því skilyrði að fénu yrði varið til uppbyggingar Nesstofusafns. Þá hefur Læknafélag Islands einn- ig heitið myndarlegum fjárstuðningi til byggingaframkvæmda á vegum safnsins. Með þessu fé ætti að vera hægt að komast mjög langt með fyrirhugað safnhús í Nesi. Svæðið kringum Nesstofu er óskipulagt. Mikil óvissa ríkir um skipulag þess og þar á meðal hvernig aðkoma að fyrirhuguðu safnhúsi verður. Þetta veldur því að framkvæmdir við nýja safnhúsið geta ekki hafist fyrr en ákvarðanir hafa verið teknar um skipulagamál svæðisins. Vonast er til að þessar ákvarðanir liggi fyrir með vorinu. Sjóminjasafn íslands Sú breyting varð á stöðu Sjóminjasafns Islands á árinu að safnið var formlega gert að deild innan Þjóðminjasafns Islands og lýtur stjórn þjóðminjavarðar og þjóðminjaráðs frá og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.