Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Blaðsíða 177
ÁRSSKÝRSLA 1992
181
tengdir Drangeyjarútvegi, þ.e. fuglaveiðum á flekum og sigi og hákarlaveiðum. Sýningin var
opin fram í september og voru gestir í Pakkhúsinu um 3.000.
Safninu bárust 220 munir á árinu og er geymsla safnsins, sem er í kjallara dvalarheimilis
fyrir aldraða á Sauðárkróki, að fyllast. Stór hluti þessara muna voru textílar og innanbús-
munir. Þá fékk safnið í sína vörslu dráttarvél af gerðinni International 10/20 árgerð 1930 og
er vélin í fullkomnu lagi og gangfær.
Framkvæmdir á vegum safnsins voru nokkrar á árinu. Má þar nefna viðgerðir á Áshúsi
þar sem gert var við þak og gengið frá gluggum og listum og stétt og stigi voru sett við hús-
ið. Þá var unnið við lóðina og hún mótuð eins og ætlunin er að hún verði til frambúðar.
Stefnt er að því að ljúka viðgerðum á yfirstandandi ári en óvíst er hvort það tekst. Safnstjóri
Byggðasafns Skagfirðinga er Sigríður Sigurðardóttir.
Síldnrminjasafnið Siglufirði
Starfsmenn Síldarminjasafnsins á Siglufirði voru lengst af tveir en urðu sex þegar mest
var að gera. Forstöðumaður þess er Örlygur Kristfinnsson.
Safnið bauð upp á tvær sýningar á árinu. I fyrra lagi var það sýning á helstu smámunum
safnsins ásamt ljósmyndum og rituðum upplýsingum í húsi Síldarútvegsnefndar að Suður-
götu 46. Þessi hluti safnsins var opinn gestum frá 15. júní til 1. september og sóttu sýninguna
1.850 gestir. I síðara lagi var sett upp síldarplan í miðbænum þar sem fór fram síldarsöltun
með gamla laginu. Var það gert um verslunarmannahelgina í tengslum við útihátíð sem köll-
uð var „Síldarævintýri". Áætlað er að 8.000-10.000 manns hafi sótt hátíðina þar sem síldarsölt-
unin var eitt vinsælasta dagskráratriðið. Söltunarpallurinn með öllum viðeigandi tólum og
tækjum var síðan „opinn" til skoðunar fram til 15. september. Gera má ráð fyrir að 3.000-
5.000 manns hafi skoðað þennan hluta Síldarminjasafnsins og notið sýninga þar.
Helstu framkvæmdir á árinu voru viðgerð og endursmíði á Roaldsbrakka, framtíðarsafn-
húsinu, og verður haldið áfram með það verk á árinu 1993.
Minjasafnið Akureyri
Starfsemi Minjasafns Akureyrar, þar sem Guðný Gerður Gunnarsdóttir er safnstjóri, var
fjölþætt eins og undanfarin ár. Gestir voru alls 4.261. Á fyrri hluta árs fóru fram endurbætur
á safnahúsunum og varð Iítils háttar röskun á starfsemi safnsins af þeim sökum. Til dæmis
þurfti að taka niður sýningu á neðri hæð svokallaðs Norðurhúss og var hæðin því lokuð um
sumarið. I Kirkjuhvoli var aðstaða gesta og starfsfólks bætt. Af þessum sökum var ekki hægt
að taka á móti nemendum í safnið fyrri hluta ársins. Farsýningar safnsins voru sendar í
skóla, bæði kassi með tóvinnuáhöldum Ull og tóvinna og sýningin Landnám Islands. Þess má
geta að Þróunarsjóður grunnskóla veitti styrk til gerð myndbands um sýninguna og er nú
unnið að undirbúningi þess.
Minjasafnið tók þátt í Norrænni vinabæjarviku sem haldin var á Akureyri og var framlag
safnsins til vikunnar sýningin: „Prentverk á Akureyri". A sýningunni voru m.a. tæki og áhöld
úr prentsmiðjum á Akureyri, ásamt bókum og öðru prenti útgefnu í bænum.
Minjasafnið rak Laxdalshús á sama hátt og árið á undan. Þar var komið fyrir sýningu á
gömlum ljósmyndatækjum og einnig lágu frammi möppur með myndum úr safni Hallgríms
Einarssonar. Auk þeirra voru sýndar mannamyndir úr eigu Þjóðminjasafns. Var þar um að
ræða myndir sem teknar voru af Ijósmyndurum sem starfað hafa á Akureyri. Voru gestir
beðnir um að aðstoða við greiningu á myndum. Þá var einnig sýnt þar myndband um
Gömlu Akureyri.
Á árinu var haldið áfram endurskráningu safngripa og reiknast svo til að á um tveimur
mánuðum hafi 700 gripir verið endurskráðir. Um haustið voru textílar endurskráðir, og þá
var einnig unnið við að skrá safnauka frá síðustu árum. Allir gripir voru ljósmyndaðir og
merktir.