Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Blaðsíða 177

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Blaðsíða 177
ÁRSSKÝRSLA 1992 181 tengdir Drangeyjarútvegi, þ.e. fuglaveiðum á flekum og sigi og hákarlaveiðum. Sýningin var opin fram í september og voru gestir í Pakkhúsinu um 3.000. Safninu bárust 220 munir á árinu og er geymsla safnsins, sem er í kjallara dvalarheimilis fyrir aldraða á Sauðárkróki, að fyllast. Stór hluti þessara muna voru textílar og innanbús- munir. Þá fékk safnið í sína vörslu dráttarvél af gerðinni International 10/20 árgerð 1930 og er vélin í fullkomnu lagi og gangfær. Framkvæmdir á vegum safnsins voru nokkrar á árinu. Má þar nefna viðgerðir á Áshúsi þar sem gert var við þak og gengið frá gluggum og listum og stétt og stigi voru sett við hús- ið. Þá var unnið við lóðina og hún mótuð eins og ætlunin er að hún verði til frambúðar. Stefnt er að því að ljúka viðgerðum á yfirstandandi ári en óvíst er hvort það tekst. Safnstjóri Byggðasafns Skagfirðinga er Sigríður Sigurðardóttir. Síldnrminjasafnið Siglufirði Starfsmenn Síldarminjasafnsins á Siglufirði voru lengst af tveir en urðu sex þegar mest var að gera. Forstöðumaður þess er Örlygur Kristfinnsson. Safnið bauð upp á tvær sýningar á árinu. I fyrra lagi var það sýning á helstu smámunum safnsins ásamt ljósmyndum og rituðum upplýsingum í húsi Síldarútvegsnefndar að Suður- götu 46. Þessi hluti safnsins var opinn gestum frá 15. júní til 1. september og sóttu sýninguna 1.850 gestir. I síðara lagi var sett upp síldarplan í miðbænum þar sem fór fram síldarsöltun með gamla laginu. Var það gert um verslunarmannahelgina í tengslum við útihátíð sem köll- uð var „Síldarævintýri". Áætlað er að 8.000-10.000 manns hafi sótt hátíðina þar sem síldarsölt- unin var eitt vinsælasta dagskráratriðið. Söltunarpallurinn með öllum viðeigandi tólum og tækjum var síðan „opinn" til skoðunar fram til 15. september. Gera má ráð fyrir að 3.000- 5.000 manns hafi skoðað þennan hluta Síldarminjasafnsins og notið sýninga þar. Helstu framkvæmdir á árinu voru viðgerð og endursmíði á Roaldsbrakka, framtíðarsafn- húsinu, og verður haldið áfram með það verk á árinu 1993. Minjasafnið Akureyri Starfsemi Minjasafns Akureyrar, þar sem Guðný Gerður Gunnarsdóttir er safnstjóri, var fjölþætt eins og undanfarin ár. Gestir voru alls 4.261. Á fyrri hluta árs fóru fram endurbætur á safnahúsunum og varð Iítils háttar röskun á starfsemi safnsins af þeim sökum. Til dæmis þurfti að taka niður sýningu á neðri hæð svokallaðs Norðurhúss og var hæðin því lokuð um sumarið. I Kirkjuhvoli var aðstaða gesta og starfsfólks bætt. Af þessum sökum var ekki hægt að taka á móti nemendum í safnið fyrri hluta ársins. Farsýningar safnsins voru sendar í skóla, bæði kassi með tóvinnuáhöldum Ull og tóvinna og sýningin Landnám Islands. Þess má geta að Þróunarsjóður grunnskóla veitti styrk til gerð myndbands um sýninguna og er nú unnið að undirbúningi þess. Minjasafnið tók þátt í Norrænni vinabæjarviku sem haldin var á Akureyri og var framlag safnsins til vikunnar sýningin: „Prentverk á Akureyri". A sýningunni voru m.a. tæki og áhöld úr prentsmiðjum á Akureyri, ásamt bókum og öðru prenti útgefnu í bænum. Minjasafnið rak Laxdalshús á sama hátt og árið á undan. Þar var komið fyrir sýningu á gömlum ljósmyndatækjum og einnig lágu frammi möppur með myndum úr safni Hallgríms Einarssonar. Auk þeirra voru sýndar mannamyndir úr eigu Þjóðminjasafns. Var þar um að ræða myndir sem teknar voru af Ijósmyndurum sem starfað hafa á Akureyri. Voru gestir beðnir um að aðstoða við greiningu á myndum. Þá var einnig sýnt þar myndband um Gömlu Akureyri. Á árinu var haldið áfram endurskráningu safngripa og reiknast svo til að á um tveimur mánuðum hafi 700 gripir verið endurskráðir. Um haustið voru textílar endurskráðir, og þá var einnig unnið við að skrá safnauka frá síðustu árum. Allir gripir voru ljósmyndaðir og merktir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.