Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Blaðsíða 111
TIMBURHÚS FORNT
115
Ekki er vel ljóst hvernig skilja ber viðskipti þeirra ITillebrandts og Bryde.
Til er þinglýstur sölusamningur, og ekki annað að sjá en að þar sé um sölu
á eignum Hólanesverslunar að ræða. Greinilegt er þó að mikil tengsl hafa
verið milli Hólanesverslunar og Bryde kaupmanns, og síðan „Munch og
Bryde". Ekki er þó ljóst á hvern hátt þau voru. Skulduðu Hillebrandtar
þeim e.t.v. stórar fjárhæðir, og hlupu þeir þess vegna undir bagga með
þeim með byggingalóðir, starfsmenn og peningalán?
Munch og Bryde áttu Hólanesverslunina á Blönduósi ekki lengi. Munch
keypti Bryde út árið 1881. Tveimur árum síðar var Tryggvi Gunnarsson
eigandi hennar. Árið eftir keypti J. G. Möller húsið til að nota sem pakkliús
með verslun sinni. Þar með lauk hlutverki liússins sem krambúðar. Lít-
um nánar á liina upphaflegu krambúð á verslunarstaðnum á Skagaströnd.
Einokunarhús Skagstrendinga
Tímabil einokunarkaupmanna
Einokunarverslun hófst 1602, en fyrstu öldina var lítið um húsbygging-
ar á verslunarstöðum. Aðeins var verslað yfir sumartímann og kaupmenn
höfðu ekki vetursetu. Á fyrri hluta 18. aldar var farið að reisa timburhús á
mörgum stöðum, en torfhús voru samt algengari. Tekist hefur að finna
lýsingar af húsum einokunarverslunarinnar á Skagaströnd frá árunum
1742, 1758, 1763, 1774, 1788, 1803 og 1817. Vitað er um að virðingar voru
gerðar af þeim á árunum 1822 og 1838, en þær hafa ekki fundist ennþá.
Einnig var haldið uppboð á eignunum á árunum 1840 og 1861, en sundur-
liðað mat á eignunum kom ekki fram þar.
Elsta timburhús verslunarinnar var krambúð með vörugeymslu, byggt
1733. Árið 1753 var byggð ný krambúð, og þá var farið að nota gamla húsið
sem „kokkhús" og vörugeymslu. Stærðir þess og lýsing er síðan svo að segja
eins þar til 1817, sem er yngsta virðingin sem er handbær eins og er. ITér á
eftir verða þessar heimildir raktar, skoðað hvernig húsinu var lýst í úttekt-
unum eftir því sem árin liðu og hvaða eigendaskipti urðu á versluninni.
Elsta tiltæka virðingin er frá 1742. Það ár var verið að skipta um leyfis-
hafa á einokunarversluninni. Þá var Hörmangarafélagið að taka við af
Félagi lausakaupmannaú Það ár hljómaði lýsing á krambúð verslunar-
staðarins á þennan veg:
Een Krambod, med Kielder Udj lengden al:20 og Udj breden al:12 og
bögtt 1733. Wurderris. 250 Rd.
Þetta ár var krambúðin eina timburhús verslunarstaðarins. Nokkur önnur
hús voru þar einnig byggð af torfi og grjóti, en voru talin léleg. Þessi út-