Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Blaðsíða 171
ÁRSSKÝRSLA 1992
175
Húsverndardeild
Júlíana Gottskálksdóttir listfræðingur lét af störfum sem deildarstjóri húsverndardeildar
1. október. Guðmundur Luther Hafsteinsson arkitekt var ráðinn í hennar stað frá og með 1.
janúar 1993. Frá sama tíma var skrifstofa deildarinnar flutt í hús Þjóðminjasafns Islands.
Meginverkefni húsverndardeildar felst í eftirliti og viðhaldi gamalla húsa í eigu eða um-
sjón Þjóðminjasafnsins. I húsasafninu, sem svo er nefnt, eru tæplega 40 hús víðsvegar um
landið. Árið 1930 tók Þjóðminjasafnið að sér varðveislu húss í fyrsta sinn með friðlýsingu
bænhússins á Núpsstað. Síðan hefur húsunum fjölgað jafnt og þétt og meðal þeirra eru nú
nokkrir torfbæir og flestar þær torfkirkjur, sem enn eru uppi standandi auk ýmissa annarra
húsa sem talin eru hafa mikið menningarsögulegt gildi og hefðu glatast ef safnið hefði ekki
tekið þau upp á arma sína.
Mikil vinna er fólgin í viðhaldi húsanna, sem flest eru gerð úr erfiðum byggingarefnum.
Húsunum er haldið við sem safngripum eftir því sem aðstæður leyfa. Beitt er sömu bygging-
araðferðum og sömu byggingarefnum og einkennt hafa viðkomandi húsagerð frá upphafi og
þannig reynt að tryggja menningarsögulegt gildi húsanna.
Víða eru það heimamenn í héraði sem annast viðhaldið, ýmist smiðir eða aðrir iðnaðar-
menn sem fengið hafa þjálfun i slíku viðhaldi eða hleðslumenn sem lært hafa gamlar hleðslu-
aðferðir. Oft er gripið til þess ráðs að senda þá menn sem mikla reynslu hafa í viðgerðavinnu
milli landshluta þar sem þeir fá sér til aðstoðar heimamenn sem læra af þeim.
Fjárveitingar til viðhalds húsasafninu hafa fram til þessa verið of litlar til þess að hægt sé
að halda ásigkomulagi húsanna í horfinu, hvað þá að gera það viðunandi.
Árið 1992 var gert ráð fyrir 10,3 milljónum króna til viðhalds og reksturs allra húsa í safn-
inu. Framkvæmdir ársins 1991 fóru fram úr fjárveitingum og að þeirri upphæð frádreginni
voru um sjö milljónir til ráðstöfunar til viðhalds árið 1992.
Vegna þess hve illa var fyrir húsasafninu komið ákvað húsafriðunarnefnd ríkisins að
veita tæplega 24 milljóna króna fjárstyrk úr húsafriðunarsjóði til viðgerðar og endurbóta á
einstökum húsum í safninu. I desember féllst fjárlaganefnd Alþingis á tillögu Guðmundar
Magnússonar, þjóðminjavarðar, að 10 milljónir kr. af 100 milljóna kr. fyrirhuguðu fé til end-
urbóta á húsi Þjóðminjasafns rynni til húsasafnsins. Hækkaði framlag til verndunar gömlu
húsanna við það úr 10,4 milljónum í 20,4 milljónir í fjárlögum ársins 1993.
Á árinu 1992 var með góðum árangri leitað eftir víðtækari þátttöku en áður í kostnaði við
einstök hús í húsasafninu. Héraðsnefnd S-Þingeyinga veitti 500 þúsund krónur til Grenjaðar-
staðarbæjarins og Héraðsnefnd N-Þingeyinga og sóknarnefnd Sauðanesssóknar veittu sam-
tals um 1,4 milljónum króna til viðgerðar prestsbústaðarins á Sauðanesi.
Alls voru því til ráðstöfunar um 32,5 milljónir til endurbóta á húsasafninu.
Helstu verkefni sem unnið hefur verið að árið 1992 eru þessi:
Stnðarkirkja á Reykjanesi í Barðastrandarsýslu. Timburkirkja reist árið 1864 af Daníel
Hjaltasyni. Seinast var gert við kirkjuna árið 1964, en nú er svo komið að þörf er á viðgerð á
ný. Sumarið 1992 var hafist handa þótt í smáum stíl væri. Hurð og gluggar voru teknir úr
kirkjunni og færð á verkstæði til viðgerðar. Stefnt er að viðgerð á undirstöðum og veggja-
klæðningu sumarið 1993.
Hjallur í Vatnsfirði við Isafjarðardjúp. Steinhlaðinn hjallur, reistur um 1880. Hjallur þessi
er mjög sérstakur að gerð og er eini hjallurinn sem Þjóðminjasafnið hefur tekið til varðveislu.
Gert var við hjallinn fyrir allmörgum árum, en viðgerðinni var ekki að fullu lokið. Sumarið
1992 var austurveggur hjallsins endurhlaðinn frá grunni og torfþekjan endurnýjuð. Einnig
var gert við timburþil á göflunum.
Viktoríuhús í Vigur. Viktoríuhús var reist um 1860. Sumarliði Sumarliðason gullsmiður
reisti húsið fyrir Mörtu konu sína, sem miklar sögur fara af, en Viktoría sú sem húsið er nú
kennt við átti þar heima um aldamótin. Húsið hefur verið eign bændanna í Vigur og hefur
aðeins verið notað sem geymsla hin síðari ár. Húsið er mjög merkileg byggingarlist, einstakt