Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Blaðsíða 150

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Blaðsíða 150
154 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS myndefnið. Stóð hún til 31. mars, var vel sótt og góður árangur af henni. Umsjón með sýn- ingargerð hafði Inga Lára Baldvinsdóttir, deildarstjóri myndadeildar, en uppsetningu önn- uðust ásamt henni Margrét Gísladóttir, Þóra Kristjánsdóttir og Arni Guðmundsson. 11. apríl var opnuð í Bogasal sýningin Skálholt. A henni gat að líta flesta þá gripi í safninu sem kornnir eru frá Skálholti auk þess sem fengið var að láni úr Skálholtskirkju aitarið úr kirkju Brynjólfs Sveinssonar biskups og mynd eftir Jón Helgason biskup af Skálholti. Efnt var til sýningarinnar í tilefni af útkomu bókarinnar Skálholt - Skrúði og áhöld eftir Hörð Agústs- son. Bókina gaf Hið íslenska bókmenntafélag út, en hún er sú þriðja í röðinni Staðir og kirkjur, sem félagið hefur gefið út í samvinnu við Þjóðminjasafn Islands. Þóra Kristjánsdóttir og Margrét Gísladóttir sáu um gerð sýningarinnar sem stóð til maíloka. Sumarsýning safnsins 1992 bar heitið Húsvernd á Islcmdi. Markmið hennar var gera grein fyrir því sem gert hefur verið í verndun gamalla húsa á Islandi allt frá því það starf hófst í byrjun þessarar aldar. Efnið á sýningunni var að stórum hluta ljósmyndir, textar og teikning- ar. Myndefnið var úr myndasöfnum Þjóðminjasafnsins en auk þess lögðu þeir Hörður Agústsson, Þorsteinn Gunnarsson og Hjörleifur Stefánsson til efni. Nokkrir vel valdir hús- hlutar voru þar og bar hæst milligerðina innan úr Bessastaðakirkju frá 18. öld, sem varðveitt er í safninu, og dyraumbúnað frá bókhlöðunni í Flatey, sem fenginn var að láni. Nokkuð var gert við milligerðina og sá Gunnar Smári Þorsteinsson smiður um trésmíðina en Kristján Guðlaugsson málarameistari um málun. Faglega ráðgjöf veittu Þorsteinn Gunnarsson og Hjörleifur Stefánsson arkitektar. Júlíana Gottskálksdóttir, deildarstjóri húsverndardeildar, sá um gerð sýningarinnar, textasmíð og öflun efnis ásamt Þóru Kristjánsdóttur. Myndvinnsla fór fram á myndastofu safnsins. Til aðstoðar við uppsetningu voru þau Margrét Gísladóttir og Árni Guðmundsson. Gefin var út sýningarskrá með grein eftir Þór Magnússon sem hann nefnir Húsafriðun á Islandi, en einnig fjallar Júlíana þar um sýninguna og getur helsta efnis hennar. Forseti Islands, frú Vigdís Finnbogadóttir, opnaði sýninguna þann 27. júní og stóð hún til 8. nóvember. 24. október opnaði menntamálaráðherra, Olafur G. Einarsson, sýninguna Jómsvíkingar á þriðju hæð safnins. Hún var fengin að láni frá þjóðminjasafninu í Sczcecin (fyrrum Stettin) í Póllandi. Þar gat að líta úrval gripa, sem fundist hafa á löngu árabili við uppgröft á staðnum Wolin, sem stendur við mynni Oder. Þar var í margar aldir verslunarstaður og er ljóst af því sem fundist hefur að þangað hafa lagt leið sína m.a. menn af norrænum uppruna. Sýningin var unnin í samvinnu áðurnefnds safns í Póllandi og borgarsafnsins í Hróarskeldu og hafði áður verið sýnd á nokkrum stöðum í Danmörku og í Lundi í Svíþjóð. Tildrög þess að sýning- in var fengin hingað má rekja til þess að hópur manna, sem Iesið hafði Jómsvíkingasögu undir leiðsögn Jóns Böðvarssonar heimsótti Pólland og kynntist Dr. Wladislaw Filipowiak fornleifafræðingi, en hann hefur frá upphafi unnið við ofangreindar fornleifarannsóknir. Pálnatókavinafélagið svonefnda veitti safninu liðveislu við undirbúning sýningarinnar og tóku Tryggvi Sigurbjarnarson, Guðmundur Ágústsson og Hildur Bjarnadóttir virkan þátt með því að sitja í undirbúningsnefnd með Lilju Árnadóttur og Árna Björnssyni. Margir af starfsmönnum safnsins lögðu hönd á plóg við uppsetningu sýningarinnar, sem tókst með ágætum. Þungi þess var þó á Margréti Gísladóttur auk þess sem Halldóra Ásgeirsdóttir, Kristín Sigurðardóttir, Mjöll Snæsdóttir og Herdís Tómasdóttir aðstoðuðu. Viku fyrir opnun kom Filipowiak við annan mann, Wladyslaw Garzynski, til að segja fyrir um uppsetningu og fyrirkomulag. Gefin var út sýningarskrá með þýddri samantekt um rannsóknirnar, grein eftir Jón Böðvarsson um ferðina til Wolin og grein Olafs Halldórssonar um Jómsvíkinga- sögu. Auk þess var á boðstólum sýningarskrá á dönsku sem gefin hafði verið út í Hróars- keldu. 25. október hélt Filipowiak fyrirlestur í safninu sem hann nefndi „Jómsborg-Wolin í ljósi fornleifarannsókna". Hann flutti síðan fyrirlestur í boði Heimspekideildar Háskóla íslands 26. október um „Siglingar og skipasmíðar í mynni Oder á sjöundu og tólftu öld". 5. desember flutti dr. Ólafur Halldórsson handritafræðingur fyrirlestur um Jómsvíkingasögu og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.