Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Blaðsíða 181

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Blaðsíða 181
ÁRSSKÝRSLA 1992 185 Ástand hússins var vægast sagt hörmulegt, en fyrirhugað er að það verði endurbyggt. Loks má geta sýningar úr lífshlaupi Hannesar Jónssonar, lóðs og formanns. Meðal gripa sem Byggðasafni Vestmannaeyja bárust á liðnu ári má nefna nokkra muni úr eigu Jóhanns P. Jónssonar, fyrsta skipherra á varðskipinu Þór. Sýndi byggðasafnið að því tilefni muni tengda þeirri stórbrotnu sögu um forystu Eyjamanna í björgun og slysavörnum. Á árinu 1993 eru 20 ár liðin frá því að jarðeldar brutust út í Heimaey og 30 ár frá því að eldsumbrot hófust í Surtsey og hefur á árinu verið unnið að uppsetningu deildar innan safnsins sem gefur innsýn í þá atburði er þá áttu sér stað. M.a. vegna þessara breytinga reynd- ist nauðsynlegt að loka safninu í desember. Þrátt fyrir það reyndust gestir á starfsárinu vera 2.528, sem svarar til rúmlega helmings bæjarbúa. Sjóminjasafnið á Eyrarbakka Samkvæmt gestabók heimsóttu 1.552 gestir Sjóminjasafnið á Eyrarbakka á liðnu ári og voru Islendingar þar í miklum meirihluta. Safnið gekkst fyrir tveimur sérsýningum í tengsl- um við 140 ára afmæli Barnaskólans á Eyrarbakka. í samvinnu við Listasafn Sigurjóns Ólafs- sonar og Listasafn Árnesinga var haldin sýning á æskuverkum Sigurjóns Ólafssonar, en Sigurjón var einmitt fæddur á Eyrarbakka og sleit þar barnsskónum. Jafnframt var haldin sýning á munum, myndum og skjölum úr sögu Barnaskólans á Eyrarbakka en hann er elsti starfandi barnaskóli á landinu. Safninu bárust á árinu nýir munir. Meðal þeirra má nefna; tvær gifsstyttur af hestum, sem Agnes Lunn gerði á Eyrarbakka í byrjun aldarinnar, visitkortamöppu og beitningaskúr. Á árinu var hafist handa við að gera upp beitningaskúr, sem Bjarni Jóhannsson gaf safn- inu. Skúrinn, sem var byggður árið 1925, var fyrst nýttur sem geymsla og saltfiskhús og voru aðgerðastíur framan við hann en í lokin var hann notaður sem beitningaskúr. í fyrsta áfanga var endurnýjað bárujárn og grind lagfærð á göflum skúrsins. Við viðgerðina kom í ljós sér- stæð klæðning innan við bárujárnið. Bátur hefur verið tekinn og flattur út og myndar klæðn- ingu hússins. Að höfðu samráði við Hjörleif Stefánsson, arkitekt Húsafriðunarnefndar, var ákveðið að láta þesa klæðningu halda sér, gera við hana, en klæða hana ekki að nýju með bárujárni. Jón Karl Ragnarsson trésmíðameistari hafði umsjón með viðgerðinni. Með þessu nýja safnhúsi er unnið að því að tryggja varðveislu minja frá vélbátaútgerð á Eyrarbakka. Forstöðumaður sjóminjasafnsins á Eyrarbakka er Inga Lára Baldvinsdóttir. Byggða- og listasajhi Arnesinga Auk fastasýningar voru haldnar 6 sérsýningar í Byggða- og listasafni Árnesinga. Meðal ann- ars sýning á vettlingum, fornum og nýjum, og sýning á dýramyndum. Innan veggja safnsins fer einnig fram námskeiðahald og á árinu var m.a. haldið ullarnámskeið á Þingborg í tengsl- urn við Farskóla Suðurlands. Alls komu um 3.219 gestir á Byggða- og listasafn Árnesinga. Talsverð fjölgun varð á munum í safninu árið 1992, en alls eru safnnúmer nú 2.314 og hef- ur fjölgað um 72 frá fyrra ári. Meðal merkra muna sem bárust safninu má nefna: hestvagn Huldu Guðjónsdóttur, bónda á Eiríksbakka, 50 teikningar af bæjum í Hrunamannahreppi, sem Ingimundur Einarsson gaf safninu, og skólateikningar frá fyrstu iðnkennslu á Suður- landi, sem synir Sigurjóns Kristjánssonar í Forsæti gáfu. I júníbyrjun tók til starfa við Byggða- og listasafn Árnesinga Lýður Pálsson, sagnfræðing- ur, en hann mun leysa Hildi Hákonardóttur, forstöðukonu, af á meðan hún fer í launalaust leyfi í 1 ár. Á döfinni er fjöldi stórra verkefna. Má þar nefna flutning á hluta byggðasafnsins niður á Eyrarbakka og opnun nýs safns í Húsinu á Eyrarbakka sumarið 1994, ef áætlanir standast. Verið er að vinna að framtíðaráætlun fyrir þá gripi sem ekki fara þangað. Byggðasafn Hafnarfjarðar Starfsemi Byggðasafns Hafnarfjarðar í ár var að Iitlu leyti frábrugðin starfsemi seinustu ára. Gestir í Bjarna Sívertsenshúsi voru alls 2.184. Önnur húsakynni voru einnig til sýnis, líkt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.