Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Blaðsíða 144
148
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
firði telur höfundur að hafi farið í eyði við það að menn leituðu að grónara
landi og nánari samgöngum við umheiminn á nútíma.
Um orsakir eyðingar byggðar í Skagafjarðardölum er Guðrún hinsveg-
ar fáorðari enda vandara við að eiga. Líklegast telur hún að byggð í afdöl-
um í Skagafirði hafi lagst í eyði á elstu tíð vegna áhrifa mannsins og gras-
bíta hans á viðkvæman háfjallagróður. Um eyðibýlin þar eru vitnisburðir í
Jarðabók Arna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1713 óspart notaðir.
Tíundað er nákvæmlega álit heimamanna sem svöruðu eftir bestu getu
sérstökum spurningum hinna kónglegu jarðabókarnefndarmanna um
eyðijarðir; hvar þær voru, hvað þær hétu, hvar og hvernig þær lögðust í
eyði og hvort þær kynnu aftur að byggjast. Svör og álit heimildarmanna
hafa mótast af eðli spurninganna og eru bersýnilega ekki grundvölluð á
sérstakri athugun þeirra, þeir álykta æ ofan í æ að einstakar byggingarleif-
ar séu „fornt eyðiból" „fornbýli" eða „þrælsgerði" án þess að því er virðist
að hafa fót fyrir svari en allan vilja til þess að greiða fyrir stígvéluðum
sendimönnum kóngsins. Ef heppnin er með er nákvæmur fornleifaupp-
gröfur hið eina sem getur skorið úr um mannavist á frægðarlausum stað.
Því er hæpið að álykta um byggðaleifar eftir ályktunum í viðsjárverðum
ritheimildum sem virðast reyna að þóknast kónglegum embættismönn-
um, en eru ekki byggðar á markvissum athugunum þeirra sem álykta eða
óyggjandi arfsögnum kynslóða. Jarðir í framdölum Skagafjarðar voru á
þessum tíma í eigu biskupsstólsins á Hólum og setnar Ieiguliðum, oftast
til skamms tíma í senn. Ábúendaskipti hafa því að líkum verið tíð og
örnefni og sagnir um byggð hér og þar því ekki líklegar til þess að geym-
ast kynslóð eftir kynslóð í hverjum stað og viðbúið að nafngiftir rústastaða
hafi breyst eftir notagildi, ný nöfn komið upp við nýja notkun og týnst
aftur þegar skipti um.
Búskaparlag í fjalldölum sem þessum hefur verið mótað af náttúrufari
þeirra, sá gróður sem sprettur á hinu þunna jarðvegslagi þolir ekki lang-
tíma beit, því hafa menn orðið að dreifa búsmala sínum sem mest mátti og
jafnað þannig beitarálagi sem best þeir kunnu. I sóknarlýsingu Goðdala-
og Ábæjarprestakalls frá 1840 segir Goðdalaprestur, Jón Benediktsson, um
búskaparlag í Austur- og Vesturdal að þar séu „beitarhús á hverjum ein-
asta bæ og sums staðar í tveim áttum, eftir landrými jarðanna." Rannsókn
Guðrúnar beinist ákaft að því að skilgreina rústir í dölunum tveimur;
skera úr um hvort þær séu eftir bæ, stekk, beitarhús eða sel, og í ágiskun-
um um til hverra nota þau hús voru sem nú eru rústir einar ber hún eink-
um fyrir sig vitnisburði Jarðabókar Árna og Páls og örnefnaskrár nútíðar.
Á þessu stigi rannsóknarinnar sýnist þó ekki tímabært að ákvarða hvað
fram fór á hverjum stað í dölunum áður en þar varð auðn. Eins og ljóst er