Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Blaðsíða 179

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Blaðsíða 179
ÁRSSKÝRSLA 1992 183 í ár bárust safninu 28 gjafir og má af þeim nefna eldhúsáhöld og rúm með rúmfatnaði. Þá var gert við ýmsa muni s.s. reiðtygi og vefstól og tveir ofnar og eldavél voru sandblásin. Á safnadeginum svokallaða var bærinn opinn og var þar unnið að viðgerðum og í júní var efnt til lifandi safns. Þá var slegið og rifjað á bæjarhól og tað malað í taðkvörn. Lummur steiktar á hlóðum, kaffi malað og lagað í baðstofu. Einnig var margs konar handverk sýnt. Má nefna að kríluð voru bönd, kembt og spunnið hrosshár og brugðnar úr því gjarðir, tóbak skorið, prjónað o.fl. Helstu framkvæmdir á árinu voru að skipt var um fimm glugga á norðurstöfnum. Skipt var um jarðveg meðfram framþilum og máluð Miðbaðstofa og Pilthús. Þá var dyttað að fjósi og ýmsum torfveggjum. Tækniminjasafn Austurlands Tækniminjasafn Austurlands er til húsa að Hafnargötu 44 á Seyðisfirði og deilir þar húsa- kynnum með bæjarskrifstofum kaupstaðarins. Á árinu var ákveðið að leggja höfuðáherslu á eftirfarandi deildaskiptingu varðandi söfn- un og varðveislu muna: Póstur og sími, sjúkrahús, slökkvilið, gullsmíði, úrsmíði, skósmíði, prentiðnaður, ljósmyndastofur, stríðsminjar og Ottó Wathne. Einnig var ákveðið að ræða við ákveðnar stofnanir um hugsanlega aðild að safninu og voru Póstur og sími og Rarik aðallega nefnd í því sambandi. Safnið var opið á alþjóðlegum safnadegi og var góð mæting á þessa fyrstu sýningu safns- ins. Sýndir voru munir sem tengjast sögu fjarskipta, skrifstofuhalds, heimilishalds, ljósmynd- unar og Sjúkrahúss Seyðisfjarðar. Á safnadeginum kom einn gestanna með um tuttugu muni og færði safninu. Á árinu var safnvörður ráðinn til starfa í hlutastarf og gegnir Pétur Kristjánsson því starfi. Hans verkefni er að taka við munum og skrá þá sem fyrir eru, en töluvert er til af óskráðum munum. Minjasafn Austurlands Minjasafn Austurlands er staðsett á Egilsstöðum og er stofnað 1943. Safninu er ætlað að vera búminjasafn og safnaðist nokkuð af munum í fyrra, bæði í söfnunarferðum og einnig gefa Austfirðingar, heima og burtfluttir, því marga muni að eigin frumkvæði. Innkomnir munir í ár eru óskráðir. Stjórn safnsins kom saman einu sinni á árinu og var þar m.a. til urnræðu nýtt húsnæði safnsins, um 600 fermetrar í nýbyggðu safnahúsi á Egilsstöðum. Reiknað er með að taka húsið í notkun árið 1994. Skipulagning sýninga er mjög stutt á veg komin. Framundan er að koma undir safnið tryggum stoðum og fá fjárveitingu fyrir forstöðu- mann nú þegar stendur til að opna það. Sjóminjasafn Austurlands Sjóminjasafn Austurlands hefur frá árinu 1983 verið til húsa í Gömlubúð á Eskifirði og voru 1.687 nöfn skráð í gestabók safnsins á árinu. Fyrir tveimur árum keypti safnið elsta mótorbát sem þá var í notkun hérlendis, m/b Nakkur SU-380 frá Djúpavogi, en hann var byggður í Færeyjum árið 1912. Hann var settur í land hjá síldarsjóhúsi, sem safnið festi kaup á árið 1980, og hefur síðan þá verið unnið að því að koma honum í það horf sem hann var árið 1950, en til er góð ljósmynd af honum frá þeim tíma. Gekk það verk vel á árinu og er vonast til að því ljúki á komandi sumri. Safngripir eru nú orðnir rúmlega 2.100 og er búið að skrá yfir 1.800 muni endanlega á spjöld. í aðfangabók eru innfærðir yfir 300 munir og þar af um 80 á seinasta ári. Safnvörður Sjóminjasafns Austurlands er Geir Hólm. Geir er húsasmiður og hefur hann unnið alla smíðavinnu, sem einn maður ræður við, eins og viðhald húsa og viðgerðir á safngripum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.