Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Síða 111

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Síða 111
TIMBURHÚS FORNT 115 Ekki er vel ljóst hvernig skilja ber viðskipti þeirra ITillebrandts og Bryde. Til er þinglýstur sölusamningur, og ekki annað að sjá en að þar sé um sölu á eignum Hólanesverslunar að ræða. Greinilegt er þó að mikil tengsl hafa verið milli Hólanesverslunar og Bryde kaupmanns, og síðan „Munch og Bryde". Ekki er þó ljóst á hvern hátt þau voru. Skulduðu Hillebrandtar þeim e.t.v. stórar fjárhæðir, og hlupu þeir þess vegna undir bagga með þeim með byggingalóðir, starfsmenn og peningalán? Munch og Bryde áttu Hólanesverslunina á Blönduósi ekki lengi. Munch keypti Bryde út árið 1881. Tveimur árum síðar var Tryggvi Gunnarsson eigandi hennar. Árið eftir keypti J. G. Möller húsið til að nota sem pakkliús með verslun sinni. Þar með lauk hlutverki liússins sem krambúðar. Lít- um nánar á liina upphaflegu krambúð á verslunarstaðnum á Skagaströnd. Einokunarhús Skagstrendinga Tímabil einokunarkaupmanna Einokunarverslun hófst 1602, en fyrstu öldina var lítið um húsbygging- ar á verslunarstöðum. Aðeins var verslað yfir sumartímann og kaupmenn höfðu ekki vetursetu. Á fyrri hluta 18. aldar var farið að reisa timburhús á mörgum stöðum, en torfhús voru samt algengari. Tekist hefur að finna lýsingar af húsum einokunarverslunarinnar á Skagaströnd frá árunum 1742, 1758, 1763, 1774, 1788, 1803 og 1817. Vitað er um að virðingar voru gerðar af þeim á árunum 1822 og 1838, en þær hafa ekki fundist ennþá. Einnig var haldið uppboð á eignunum á árunum 1840 og 1861, en sundur- liðað mat á eignunum kom ekki fram þar. Elsta timburhús verslunarinnar var krambúð með vörugeymslu, byggt 1733. Árið 1753 var byggð ný krambúð, og þá var farið að nota gamla húsið sem „kokkhús" og vörugeymslu. Stærðir þess og lýsing er síðan svo að segja eins þar til 1817, sem er yngsta virðingin sem er handbær eins og er. ITér á eftir verða þessar heimildir raktar, skoðað hvernig húsinu var lýst í úttekt- unum eftir því sem árin liðu og hvaða eigendaskipti urðu á versluninni. Elsta tiltæka virðingin er frá 1742. Það ár var verið að skipta um leyfis- hafa á einokunarversluninni. Þá var Hörmangarafélagið að taka við af Félagi lausakaupmannaú Það ár hljómaði lýsing á krambúð verslunar- staðarins á þennan veg: Een Krambod, med Kielder Udj lengden al:20 og Udj breden al:12 og bögtt 1733. Wurderris. 250 Rd. Þetta ár var krambúðin eina timburhús verslunarstaðarins. Nokkur önnur hús voru þar einnig byggð af torfi og grjóti, en voru talin léleg. Þessi út-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.