Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.01.1878, Blaðsíða 44
44
kr. a. kr. a.
Fluttar 800 „„ 1625 74
Leig. eptir 3V3 kúg., 662/3 pd. smj. 35 „„
Oftalin útgjöld til prestsekkju . 148 53
983 53
Til lækkunar telst:
Renta af verði 3*4 kúgildis . . 10 „„ 973 53
Leiðrjett tekju-upphæð.............2599 27
II. Um brauða- og kirkna-skipun.
þegar nefndin ræddi um breytingar á hinni nú-
verandi skipun brauða og 1-drkna í landinu, kom það
fram sem samhuga álit hennar, að hið mesta vandhæfi
væri á því, að gjöra yfirgripsmiklar breytingar í þessu
tilliti. Tillögur hjeraðsfundanna um þetta efni virtust
og þurfa hinnar nákvæmustu rannsóknar, áður en á-
kveðið yrði, að hve miklu leyti þær ættu að takast til
greina, og eptir að hafa vandlega yfirvegað þær, gat
nefndin eigi betur sjeð, en aðþær sumar hverjar væru
ekki nægilega yfirvegaðar, einkum með tilliti til þess,
að þeir, sem komið hafa fram með þær, ekki virðast
hafa gjört sjer nógu Ijósa grein fyrir þeim erfiðleikum,
sem á þvi mundu verða, að koma breytingunum í verk,
og þeim kostnaði, sem því hlyti að verða samfara.
Nefndin álítur eigi nauðsynlegt, að tilfæra ástæður móti
hinum sjerstöku uppástungum, að því leyti hún eigi
hefir getað aðhyllzt þær, en lætur sjer nægja að taka
hjer fram hinar helztu grundvallarreglur, er hún hefir
viljað fylgja í tillögum sínum.
Til þess að likindi væru til, að prestar gætu feng-
izt í brauðin, hefir nefndin stungið upp á þeirri telcju-
bót við hin smærri brauðin, að hvert brauð mætti álít-
ast að gefa presti nokkurn veginn lífsframfæri, og þessu
augnamiði hefir nefndin leitazt við að ná með samein-
ingu brauða, þar sem því virtist verða við komið ; en