Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.01.1878, Blaðsíða 68
G8
prófastsdæmi, með því þá verður hægra að ráðstafa
Ögurþinga brauðinu á þann hátt, sem virðist tiltæki-
legastur, en það er: að skipta því brauði milli Eyrar
við Skutulsfjörð og Vatnsfjarðar, Tekjuauki sá, er
Stað í Súgandafirði bætist við sameining Hóls sóknar,
verður öldungis ónógur til að gjöra brauð þetta lífvæn-
legt, og stingur því nefndin upp á, að því sjeu lagðar
600 kr. úr landssjóði, og ætlar að minna muni ekki
nægja til þess, að það geti heitið aðgengilegt brauð,
einnig með tilliti til erfiðleika þeirra, sem prestsþjón-
ustunni þar eru samfara.
14. N or ður-í saij arðar-prófastsdæmi.
Nefndin stingur upp á, að Ögurþinga brauðið
verði lagt niður, og því skipt, eins og áður er getið,
milli Vatnsfjarðar brauðs og Eyrar við Skutulsfjörð,
þannig, að Ögurs sókn leggist til hins fyr nefnda, en
Eyrar sókn í Seyðisfirði til hins síðar nefnda brauðs.
Sameining þessi gjörir Vatnsfjarðar brauð að vísu nokk-
uð erfitt, en þó ekki svo, að það geti álitizt að gjöra
sameininguna ótiltækilega; þar á móti verður Eyrar
brauð við Skutulsfjörð engu erfiðara fyrir þessa sam-
einingu, þegar Hóls sókn er skilin frá því, en það nú
er, og tekjur þess mega álítast heldur að aukast en
minnka við breytinguna. þar eð Vatnsfjarðar brauð
hefir nálega 2000 kr. tekjur, og það fær nokkurn tekju-
auka við sameining Ögurs sóknar, virðist vel mega
taka frá þessu brauði 200 kr., sem nefndin stingur upp á,
að sjeu lagðar til Kirkjubóls-þinga, sem verða erfitt brauð,
þegar Staður á Snæfjallaströnd er sameinaður við það,
eins og verið hefir að undanförnu, og nefndin stingur
upp á, að verði gjört fyrir fullt og fast. Tekjur Stað-
ar á Snæijallaströnd eru rúmar 400 kr., og Kirkjubóls-
þinga rúmar 500 kr., og virðist því hið sameinaða brauð,
með tilliti til eríiðleikanna, þurfa hina umgetnu uppbót.
Staður í Grunnavík og Staður í Aðalvík geta vegna