Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.01.1878, Blaðsíða 64
64
að nauðsynlegt sje að bæta upp, er Lundar-prestakall,
sem heíir i tekjur c. 630 kr., og leggur nefndin til, að
því brauði verði lagðar 200 kr. úr landssjóði.
9. Mýra-prófastsdæmi.
Nefndin álítur, að prestakalla- og kirknaskipun
sú, sem nú er í þessu prófastsdæmi, eigi að haldast ó-
breytt, að öllu öðru leyti en því, að Hítardalskirkja
verði lögð niður sem ónauðsynleg, og sömuleiðis að
Hjörtseyjarkirkja verði afnumin, ef svo gæti orðið um
samið. Enn fremur ályktaði nefndin með 3 atkvæðum
mót 2, að stinga upp á því, að við prestaskipti á Stað-
arhrauni skyldu 200 kr. leggjast frá því brauði til
Hvamms í Norðurárdal, sem heíir í tekjur 960 kr., en
tekju-upphæð Staðarhrauns er c. 2570 kr.
10. Snæfellsness-prófastsdæmi.
Hjer leggur nefndin til, að sú ein breyting verði
gjörð á brauða- og kirknaskipun, að Breiðuvíkurþing-
in verði lögð niður sem sjerstaklegt brauð, Knarar-
kirkja af numin, og hin núverandi Knarar sókn sam-
einuð við Búða sókn i Staðastaðar-prestakalli, en hinn
annar hluti Breiðuvíkurþinganna: Laugarbrekku sókn
og Einarslóns sókn, sameinaður Nesþingunum. Jafnvel
þótt þetta síðast nefnda brauð, sem nú hefir í tekjur
hjerumbil 1040 kr., aukist að tekjum, að likindum hjer
um bil um 300 kr., við þennan viðauka, þá verður það á
hinn bóginn mjög víðlent og erfitt prestakall, og með
því að því þar að auki er illa í sveit komið, þar sem
mikil örbyrgð er í sóknunum, virðist nauðsynlegt að
bæta það upp með 300 kr., og leggur nefndin til, að
þessi uppbót verði greidd úr landssjóði. Nefndin álít-
ur enn fremur haganlegt, að Einarslóns- og Laugar-
brekku kirkjur verði á sínum tíma lagðar niður, en í
stað þeirra byggð ein kirkja við Hellna.
'ii. Dala-prófastsdæmi.
I þessu prófastsdæmi leggur nefndin til, að sú breyL