Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.01.1878, Blaðsíða 90
90
Um i. gr.
í þessari grein er stungið upp á, að afnumdar sjeu
allar þær undanþágur, sem nú eiga sjer stað, frá því
að gjalda tíund til kirkju, bæði af jörðum og lausaije.
Slíkar undanþágur eru bæði óvinsælar og í sjálfu sjer
óeðlilegar, enda eru samkynja undanþágur, að því er
snertir skattana til landssjóðsins, numdar úr gildi með
hinum nýju skattalögum, og verður ekki sjeð, að þær
fremur eigi að haldast með tilliti til kirlcjugjalda.
Um 2., 3. og 4. gr.
Með ákvörðunum þessara greina er stungið upp
á, að lögleiða um land allt samkynja kirkjutíund af
húsum, sem ákveðin er fyrir Reykjavíkur lögsagnar-
umdæmi með lögum 27. febrúarm. 1878. Nefndin skal
í þessu efni taka fram, að jafnvel þótt deildar mein-
ingar geti verið um það, hvort húseignir sjeu hentug-
ur gjaldstofn fyrir gjald til kirkju, þá má það á hinn
bóginn álítast miklu eðlilegra og rjettum reglum sam-
kvæmara, að gjald þetta sje almennur skattur á hús-
um um allt land, en, eins og nú á sjer stað, álaga,
sem aðeins hvílir á einu af lögsagnarumdæmum lands-
ins. Gjald þetta rífkar á sumum stöðum tekjur kirkn-
anna að nokkrum mun, en það er þar sem kauptún
er í sókninni, en þar er líka opt þörfin til slíks tekju-
auka meiri en annarstaðar. Fyrir gjaldendurna verð-
ur skattur þessi aldrei þung byrði, með því húseign-
irnar ekki eru almennt svo dýrar, að hann geti num-
ið mikilli upphæð.
Um 5. og 6. gr.
Nokkrar kirkur hjer á landi hafa eignazt sjerstaka
tekjugrein, sem kallast sœtisfiskur, og er það eins fisks
eða fiskvirðis gjald af aðkomandi útróðrar-mönnum.
í konungsbrjefi 1. des. 1752 eru ákvarðanir um gjald