Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.01.1878, Blaðsíða 99
99
skuli afnumin, og hvaða gjald koma skuli í þeirra
stað.
Um 3. gr.
í grein þessari er sett regla um það, hvernig á-
kveða skuli upphæð þessa nýja gjalds, og þótti það
nauðsynlegt, að um það væru fastar reglur,
Um 4. og 5. gr.
1 greinum þessum eru ákvarðanir um útreikning
og staðfestingu á sóknargjaldinu.
Um 6. gr.
í grein þessari er gjört ráð fyrir, að svo geti
borið undir, að sóknarmenn, annaðhvort til að halda
presti, sem þeim fellur vel við, eða af öðrum ástæðum,
vilji leggja á sig nokkru hærra gjald en hið lögá-
kveðna, og þótti rjett að setja reglu um það.
Um 7. gr.
í grein þessari er gjört ráð fyrir, hvernig gjaldi
þessu skuli jafna niður, og hvernig sóknarmenn geti
borið sig upp undan niðurjöfnuninni, ef þeim virðist
hún röng, og þótti eigi eiga við, að fara með það
mál út fyrir söfnuðinn, heldur þótti rjettast, að útkljá
það á safnaðarfundi, en slík tilfelli mundu mjög sjald-
an bera að.
Um 8. og 9. gr.
í 8. gr. er eindagi á sóknargjaldi til tekinn um
veturnætur; virðist það sanngjarnt, að prestar fari að
fá laun sín um það leyti fyrir ár hvert, enda eru eng-
ar líkur til, að þeir gjaldendur, sem þá geta eigi greitt,
geti greitt síðar á þvi fardagaári.