Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.01.1878, Blaðsíða 70
70
ar í Hrútafirði, sem ætlazt er til, að með þessari upp-
bót, eptir sameiningu Efranúps sóknar við brauðið, verði
með c. 1500 kr. tekjum, en 300 kr. til Tjarnar á Vatns-
nesi. þetta síðastnefnda brauð hefir um nokkurn und-
anfarinn tíma verið sameinað við Vesturhópshóla, sem
nefndin stingur upp á, að verði lagðir niður sem sjer-
stakt brauð, og hin umgetna sameining gjörð fyrir fullt
og fast. Bæði þessi brauð eru lítil brauð, og hinar
samanlögðu tekjur þeirra ná ekki 900 kr., og þykir því,
með sjerstaklegu tilliti til, að brauðið er nokkuð erfitt,
ástæða til að stinga upp á, að þvi verði ákveðin hin
umgetna uppbót frá Melstað. Undirfell, með rúmum
1000 kr. tekjum, og þingeyraklaustur, með rúmum 1100
kr. tekjum, eru að vísu lífvænleg brauð og aðgengileg;
en þar eð engir erfiðleikar virðast vera á því, að sam-
eina þessi brauð, og þar með getur unnizt nokkurt fje
handa fátækum brauðum, leggur nefndin það til, að
þessi sameining verði gjörð, en að Grímstungukirkja,
sem ekki virðist vera nauðsynleg, jafnframt verði lögð
niður. Frá þessu sameinaða brauði stingur nefndin
upp á, að 500 kr. verði lagðar til uppbótar Hofi á Skaga-
strönd, sem hefir í tekjur c. 780 kr., og að öðru leyti
ekki álízt að vera aðgengilegt brauð. Enn fremur sting-
ur nefndin upp á, að Blöndudalshóla-prestakall verði
lagt niður sem sjerstakt brauð, og sömuleiðis kirkjan
í Blöndudalshólum, sem ekki nauðsynleg, og að Blöndu-
dalshólasókn verði sameinuð Bergstaða sókn, ogjarðir
Blöndudalshóla-prestakalls lagðar til Bergstaða, en að
þar á móti Holtastaða sókn verði lögð til Hjaltabakka-
prestakalls. Með þessari sameiningu, sem ekki gjörir
brauðin neitt tiltakanlega erfið, fá tvö fátæk brauð veru-
lega bót, nefnilega Hjaltabakki, sem að eins hefir í tekj-
ur 400 kr., en er notagott brauð, og Bergstaðir, sem
hafa í tekjur nálega 700 kr.; en tekjur Blöndudalshóla,
sem skiptast milli þeirra, eru c. 780 kr.