Norðurljósið - 01.01.1978, Blaðsíða 16

Norðurljósið - 01.01.1978, Blaðsíða 16
16 NORÐURLJÓSIÐ sen birtist í dyrunum. Kristniboðarnir heilsuðust fagn- andi. Þegar svo Dick sagði í lágum rómi, að hann yrði að fara að sinna erindum sínum, stöðvaði hún hann með því að veifa hendinni. „Bíddu þangað til þú heyrir fréttirnar, sem ég ætla að segja ykkur. Ég hef fengið far, sæti losnaði, og ég fer á föstudaginn, svo að þetta er líklega síðasta heim- sókn mín. Betty og Disk fögnuðu með vinkonu sinni, en sögðu líka, hve leitt þeim þætti að missa félagsskap hennar og hjálp. Allt í einu mælti Betty hátt: „Þú ferð með lest, geri ég ráð fyrir?“ „Já,“ sagði ungfrú Petersen, „ég hef talsverðan far- angur.“ „Heldur þú, að þú gætir tekið Oddu með? Hún vill fara heim, en vill ekki fljúga.“ „Hvert ætlar hún?“ spurði ungfrú Petersen. Betty og Dick sneru sér að Oddu. Þeim var ljóst, að þessa hlið málsins höfðu þau ekki rætt. „Fyrst af öllu vil ég komast til Kalkútta," sagði hún þeim. Odda gætti vandlega að ungfrú Petersen. En hún varð elcki vör við nokkurt hik, er hún svaraði hlý- lega: „Auðvitað, ég fer um hádegi á föstudag, og jepp- inn kemur hingað að húsinu.“ 12. kafli. Lagt af stað. Samtal þetta átti sér stað á miðvikudegi. En Odda hefði getað verið alveg tilbúin næsta dag, því að hún þarfnaðist nálega einskis brottbúnaðar. Hún hafði komið án alls nema fatanna, sem hún stóð í, án flug- freyjujakkans, en í vasa hans geymdi hún ávallt vega- bréf sitt. Betty hafði lánað henni eitthvað af fötum sínum, meðan föt Oddu höfðu verið þvegin og strokin af glottandi Indverja, sem Betty kallaði ’dhopi’. Hann kom á kristniboðsstöðina einu sinni í viku til að skila hreinum fatnaði og bera á brott með sér á höfð- inu böggul með óhreinum klæðnaði og rúmfötum. Dick sagði, að hún mundi þarfnast einhvers til að skýla sér á nóttunni og til að verja hana ryki og óhrein- indum á sætunum í jámbrautarlestinni. Var þá kom- ið með stranga. Hann líktist dálítið samanvöfðu tjaldi. Oddu var sýnt, hvemig hún ætti að rekja hann sund- ur og breiða úr honum yfir nóttina. „En þú þarft að fá þetta aftur,“ mótmælti Odda, „hvemig get ég komið því til þín?“ „Ég skal láta þig fá heimilisfang einhverra vina minna í Kalkútta, og þú getur skilið það eftir hjá þeim. Það verður áreiðanlega einhver, sem fer þessa leið bráðlega og getur tekið þetta til okkar. Þú þarft líka peninga, þegar þú kemur til Kalkúttu, geri ég ráð fyrir. Hvað ætlar þú að gera, þegar þú kemur þangað?" Odda vissi, að hið fyrsta, sem hún yrði að gera, þegar hún kæmi til Kalkúttu, væri að ná sambandi við skrifstofu flugfélagsins. Hún var viss um, að þar yrði henni hjálpað til að komast heim. Samt sem áð- ur vildi hún ekki segja Betty og Dick þetta, því að þau virtust ekki enn trúa sögu hennar, að hún hefði týnst úr flugvél. Þær fréttir höfðu borist víða, að flug- vélar væri saknað. Flugvélin hafði verið svo langt frá réttri leið, er slysið vildi til, að ekkert benti til þess, að hún gæti hafa farist í hæðum við rætur Himalaya- fjallanna. Odda sagði því fremur óljóst, að hún ætl- aði að hafa samband við einhverja vini sína. Staðfesti þetta grun þeirra Betty og Dicks, að hún væri ennþá ekki reiðubúin að trúa þeim fyrir sögu sinni. „Ef þú átt vin í Kalkúttu, þá er auðvitað allt í lagi. En verðir þú í vandræðum, farðu þá til umboðsmanns Bandalagsþjóða Stóra-Bretlands í Harrington stræti. Fólkið þar er ákaflega hjálpfúst og vingjamlegt.“ „Þökk fyrir,“ svaraði Odda, „ég ætla að rita heim- ilisfangið hjá mér.“ „Meðal annarra orða,“ sagði Betty, „þá er eitt, sem ég hef ætlað að segja. Vertu mjög nærgætin við ung- frú Peterson, því að hún er nálega uppgefin. Hún hef- ur verið hér í sjö ár án þess að hvíla sig, og við Dick höldum, að hún sé sjúk kona, þótt hún auðvitað segi ekkert frá því. Reyndu að spyrja ekki fleiri spurninga og talaðu ekki meira en þú getur komist af með. Ég veit þetta verður erfitt, þegar þið farið um svo marga nýja staði og sjáið svo margt nýtt. Ungfrú Petersen þarfnast hvíldar,. . . . þótt hún fái fjarska litla hvíld á þessari ferð. Ég er viss um, að þú skilur, hvað ég er að fara.“ Odda kinkaði kolli. „Það er dæmalaust vingjarn- legt af henni að vilja hafa mig með sér, og ég skal reyna að baka eins litla erfið'eika og ég framast get, enda þótt ég geti ekki hjálpað henni.“ 13. kafli. Á leiðinni heim. Föstudagur kom. Þau snæddu ár'a hádegisverð, Betty og Dick. Rétt er þau voru að drekka teið sitt, heyrðu þau, að jeppi kom og nam staðar við dyrn- ar. Odda fann til hryggðar, er hún kvaddi með handa- bandi þessi ungu hjón, sem örlát höfðu auðsýnt henni vináttu, þegar hún var í nauðum stödd. öll þrjú létu þau í Ijós þá von, að þau gætu einhvem tíma hitst aft- ur. Síðan tróð Odda sér í framsætið við hlið ungfrú Petersen. Þá óku þær af stað. Farangrinum var staflað upp í aftursæeti jeppans, svo að ekki sást vegurinn að baki þeim. Þá hófst það ferðalag, sem Odda fann, að hún mundi aldrei gleyma. Vegurinn lá upp og niður bratt- ar hæðir skógi vaxnar. Oft lá hann með farvegi ólg- andi ár, sem var í miklum vexti sökum rigninganna. Ekkert virtist skeytt um hraða jeppans. Hann fór í kringum blind hom án þess að gefið væri hljóðmerki. Til vinstri handar lá brött brekka niður að ánni. Á sum- um stöðum var grýtt. Þar höfðu skriður fallið nýlega. Eftir tvær stundir létti Oddu rnikið, er áin breikkaði, hæðimar hurfu, og þær þutu áfram eftir beinum vegi gegnum skóg á báðar hendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.