Norðurljósið - 01.01.1978, Blaðsíða 4
4
NORÐURLJÓSIÐ
umferðalög nefnast. Þau gilda jafnt í þéttbýli sem í
strjálbýli. Lögin leyfa ákveðinn hraða. Þó heyrum
við þrásinnis í fréttum, að slys hafi orðið, bifreið oltið,
árekstrar komið fyrir vegna óleyfilegs ökuhraða. Þá
týna sumir lífi. Aðrir verða örkumlamenn, af því að
einhver var ölvaður við stýrið eða ók of hratt, þótt
allsgáður væri. Getur ekki átt sér stað, að undirrótin
að óhlýðni við lög, umferðalög sem önnur, sé einfald
lega sú, að slysavaldur lærði aldrei hlýðni, svo að hún
yrði honum töm, þegar hann var barn?
Ekki man ég, hversu langt er iiðið, síðan þær kenn
ingar komu fram, að engan mætti neyða til að hlýða.
Valdið gæti það sálrænum flækjum síðar meir. En
getur það eklci orðið nokkuð alvarlegt vandamál, ef
einhver fer alveg eftir eigin vilja og tekur ekkert tillit
til annarra? Ég las um mann, sem sektaður var 16.
skiptið fyrir ofhraðan akstur á troðfullum götum
Lúndúnaborgar. Varla verður komist hjá því að líta
þannig á, að maður þessi hafi aldrei lært að hlýða,
þegar hann var bam, aldrei þurft að lúta öðrum vilja
en eigin.
Satt er það, að umferðalög sem önnur lög eru hömluv
á sjálfræði manna. En Guð hefur gefið þetta boðorð í
orði sínu, biblíunni: „Elska skaltu náunga þinn elns og
sjálfan þig.“ Þetta er frumregla eða grundvallar-boðorð
kristilegs siðgæðis. Slíkt siðferði gerir elcki öðrum
mönnum mein. Væri lifað eftir þessu boðorði, gæti
ekkert smygl á hassi eða öðrum fíkniefnum átt sér
stað. Margur mundi missa þá af illafengnum fégróða,
sem oft er ekkert lítilræði. En réttlæti Guðs mun síðar
gjalda þeim launin í skaut, þótt þeir sleppi undan hegn-
ingu, meðan þeir dvelja í þessum heimi.
Ég er gamall sveitamaður, og með augum sveita-
mannsins horfi ég á, hvernig háttað er skólamálum nú.
Á ég þar einkum við lengingu skólatímans. Ekki eru
allar vörur hollar, sem við flytjum inn og hugmynd-
ir ekki heldur. Tel ég lengingu skólaskyldu lítt við
hæfi íslensks atvinnulífs, einkum til sveita.
Skólinn byrjar fyrr að haustinu og endar seinna á
vorin. Þykir mér, að hér sé vegið að bændastétt lands-
ins. Aldrei var meiri þörf á hjálp minni heima en ein-
mitt haust og vor. Ærnar báru lömbum sínum að vor-
inu. Slátur-annir voru á haustin .Þetta mun óbreytt
enn og hlýtur að verða, nema loftslagsbreyting yrði svo
mikil, að vetrar hyrfu, svo að hér yrði sífellt sumar.
Mig minnir, að forn-Egiftar létu ær sínar bera tvisvar
árlega.
Því hefur verið haldið fram, að menntun — með
prófi frá Kennaraháskóla fslands — þurfi til að kenna
bömum lestur. Aumingja Ari fróði! Vesalings Snorri
Sturluson! Vomð þið ekki ógæfumenn, að þið skylduð
ekki læra lestur og skrift hjá manni, sem numið hafði í
kennara-háskóla? Skyldi Hjálmar Jónsson frá Bólu
hafa kveðið snjallar, haft meira vald á rími og máli,
hefði honum kornungum verið troðið inn í skóla og
hann þurft að vera þar í sautján ár? Þegar langskó’a
gengna fólkið okkar eða erlendra þjóða leiðir fram
skáld og rithöfunda, sem taki fram snillingum liðinna
tíma, þá skal ég taka orð mín aftur, ef ég fæ að sjá
það eða heyra. Satt er það, að ég sé lítið annað en
klessur, þegar ég skoða málverk sumra manna. En
sjón min er tekin að korpna, þótt gleraugu ættu að
gera eitthvert gagn.
Hvernig var náminu háttað hjá mér og flestum
börnum fyrir svo sem sjötíu árum? Ég lærði lestur
hjá móður minni. Kennslustundin var fimm til tíu
mínútur, þegar ég byrjaði. Lengur var ekki hægt að
halda mér kyrrum í einu. Hún kenndi mér í þrjá
vefur. Eftir það naut ég nokkurra vikna kennslu á
hverjum vetri. Þegar ég var á tólfta ári, voru það fjórar
vikur. Heimalestur, sem þó var gloppóttur, átti að
nægja, þegar ég var á þrettánda ári. Skólatímabilið varð
sjö vikur, þegar ég var á fjórtánda ári. En þrátt fyrir
þessa stuttu veru í farskóla, fann ég, að eitthvað losn-
uðu tengsl mín við verkin heima. Getur ekki þannig
farið fyrir fleirum en mér?
Það er ekki tíminn, sem dvalið er á skólabekk, er
skiptir mestu máli, heldur áhuginn fyrir náminu. Eitt
sinn kom til mín stúlka. Hún átti eftir sex vikur að
Ijúka gagnfræðaprófi í ensku. En hún hafði aldrei
numið neitt í þeirri tungu, þótt hún sæti á skólabekkn-
um. Þó dettur henni í hug að rjúka til og læra enskuna.
Ég hélt, að hún gæti ekki numið það á sex vikum, sem
hafði verið kennt á tveimur eða þremur vetrum. Hún
gerði það samt. Hvers vegna tókst henni þetta? Viljinn
var nú loks fyrir hendi og námsgáfur nægar. ,,Viljinn
dregur hálft hlass,“ er sannmæli enn.
Postulinn Páll ritar á einhverjum stað í bréfum sín-
um að hann hafi ekki hlíft sér við að kenna þessum
nýkristnu mönnum allt það, sem þeim mætti að gagni
verða. Með fyrirmynd hans fyrir augum get ég eklci
hlíft mér við að minnast á mál, sem sumum getur þóft
annað en geðfellt. Það eru fóstureyðingar. Víða hvíla
þær sem helskuggi yfir löndum. I Bandaríkjunum voru
þær yfir ein milljón og hundrað þúsund árið 1976.
Ekki förum við varhluta af þeim hér. Minnist ég þess
að heyra eða lesa, að setja ætti upp tólf heilsuverndar-
stöðvar utan Reykjavíkur, sem gætu veitt þunguðum
konum þessa þjónustu, ef þær óskuðu hennar.
Hvað er falið í þessu? í fyrsta lagi eftirspum. í öðru
lagi, að nægilega margir læknar og hjúkrunarkonur
séu fús til — eða telji sér skylt — að láta þunguðum
konum þessa þjónustu í té.
Samtíðin virðist gleyma því, að Guð er höfundur
og gjafari lífsins. Hann mun kalla þetta morð. Eitt af
þeim boðorðum, sem Guð gaf Israel, var þetta: „Þú
skalt ekki morð fremja.“ (2 Mós.20.13.)
Skiptir höfund lífsins það nokkru máli, hvort
lífið, sem tekið er, lífið, sem hann hefur gefið, er þriggja
mánaða, þriggja ára eða þrítugt? I lögmálinu, sem hann
gaf ísrael, var þunguð kona undir sérstakri vernd laga
hans. Maður, sem gerði henni mein, varð að sæta hegn-
ingu fyrir það. Hún var á bann hátt, að honum skyldi
gjört það mein, sem hann gerði konunni. Þar átti að